Fjölskylduráð

6. nóvember 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 257

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
 • Ómar Ásbjörn Óskarsson varamaður

Ritari

 • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
 1. Kynning

  • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

   Til fundarins mættu fulltrúar Öldungaráðs Hafnarfjarðar. Rætt m.a. um fjárhagsáætlunargerð 2014.

   Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Öldungaráðs fyrir komuna á fundinn.

  • 1106161 – Tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

   Til fundarins mættu fulltrúar Ungmennaráðs Hafnarfjarðar til að fylgja eftir þeim tillögum Ungmennaráðs sem afhentar voru bæjarstjórn fyrr á þessu ári og heyra undir fjölskylduþjónustu.

   Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Ungmennaráðs fyrir komuna á fundinn.

  • 0901125 – Fjárhagsaðstoð

   Greining á stöðu fjárhagsaðstoðar. $line$Soffía Ólafsdóttir mætir á fundinn.

   Frestað milli funda.

  • 1310410 – Æskulýðs- og forvarnamál, helstu áherslur

   Til fundarins mætti Geir Bjarnason æskulýðs- og forvarnafulltrúi og gerði grein fyrir helstu áherslum í málaflokknum.

   Fjölskylduráð þakkar Geir fyrir kynninguna.

  Almenn erindi

  • 10021070 – Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar

   Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að endurnýja samning vegna Atvinnumiðstöðvar Hafnarfjarðar.

  • 0805163 – Vinnuskólinn

   Kynntar tillögur vegna ársins 2014.

   Lagt fram.

  • 1310400 – Dagur gegn einelti 8. nóvember, Þjóðarsáttmáli

   Lagt fram erindi frá Í þínum sporum ehf., dags. 16. okt. sl., þar sem vakin er athygli á baráttunni gegn einelti.

   Fjölskylduráð hvetur alla til að taka höndum saman í þessu verkefni og vera vinir.

  • 1110160 – Tóbakssala/tóbakssölueftirlit

   Lagt fram álit innanríkisráðuneytisins, dags. 22. okt. sl., varðandi lögmæti kannana sem framkvæmdar hafa verið á vegum forvarnafulltrúa.

   Fjölskylduráð samþykkir að fá Guðmund Einarsson framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis á næsta fund fjölskylduráðs.

  • 1211324 – Lækur, Rekstrarsamningur

   Lagður fram rekstrarsamningur um Læk ásamt stöðuskýrslu um starfsemina.

   Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að endurnýja rekstrarsamninginn.

  Fundargerðir

  • 1310019F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 179

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.okt. sl.

Ábendingagátt