Fjölskylduráð

4. desember 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 259

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1311363 – Fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu 2014

      Til fundarins mættu Gerður Guðjónsdóttir og Atli Þórsson. Farið yfir stöðuna fyrir seinni umræðu og rætt um gjaldskrármál.

      Fjölskyldurráð ákveður að breyta framfærslustuðli til samræmis við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þannig að hjónakvarði verði miðaður við 1.6 í stað 1.8. $line$Breytingin tekur gildi um nk. áramót.$line$$line$Fjölskylduráð vísar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sviðsins til bæjarráðs.

    Almenn erindi

    • 1311364 – Sérstakar húsaleigubætur 2014

      Tinna Dahl mætti til fundarins.

      Fjölskylduráð ákveður að lágmarksgreiðsla leigutaka hækki í samræmi við byggingarvísitölu árlega miðað við 1.janúar ár hvert. $line$Breytingin tekur gildi um nk. áramót.$line$$line$Fjölskylduráð ákveður að setja eins árs búsetuskilyrði í Hafnarfirði vegna sérstakra húsaleigubóta frá og með 1. jan. 2014.

    • 1307153 – Drafnarhús, Strandgata 75, rekstur dagþjálfunar

      Til fundarins mættu Atli Þórsson, Kolbrún Oddbergsdóttir og Tinna Dahl.$line$Lagt fram minnisblað starfshóps varðandi yfirtöku rekstursins.

      Fjölskylduráð tekur undir tillögur starfshópsins.

    • 1012279 – Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar

      Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi fjölskylduráðs. Skipað í vinnuhóp.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf vinnuhópsins.

    • 1309219 – Tímaúthlutun ÍBH.

      Lagðar fram til kynningar ýmsar upplýsingar frá ÍBH.

      Fjölskylduráð mælist til þess að ÍBH notist við gögn úr Nora kerfinu sem forsendur fyrir tímaúthlutun íþróttahúsa og -svæða bæjarins. $line$$line$

    • 1311205 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason.$line$Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 14. nóvember sl. varðandi nýjan þjónustusamning við Fjölsmiðjuna.$line$$line$Bæjarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs um verkefnið.$line$

      Fjölskylduráð leggur til að Hafnarfjarðarbær taki áfram þátt í þessu verkefni og leggur áherslu á að endurskoðun á starfseminni fari fram árið 2014.

    • 1311153 – Betri Hafnarfjörður, hugmynd af samráðsvefnum, Frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni

      Lagðar fram umsagnir íþróttafulltrúa og garðyrkjustjóra.

      Fjölskylduráð styður hugmyndina og vísar henni til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1311156 – Betri Hafnarfjörður, hugmynd af samráðsvefnum, setja upp Ghetto workoutsvæði á Holtinu.

      Lögð fram umsögn íþróttafulltrúa.

      Fjölskylduráð telur það ekki hlutverk Hafnarfjarðarbæjar að úthluta ghettoblastera eða að úthluta ghettoworkoutsvæði með öllum tilteknum tækjum og tólum sem þarf. $line$Fjölskylduráð vill þó benda á að hægt er að nota útilíkamsræktartæki við Víðistaðatún eða Suðurbæjarlaug.$line$

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í okt. 2013.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mán.

    Fundargerðir

    • 1311013F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 181

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25. nóv. sl.

Ábendingagátt