Fjölskylduráð

19. desember 2013 kl. 10:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 260

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson varamaður

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
  1. Kynning

    • 0901125 – Fjárhagsaðstoð, reglur

      Kynntar tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Soffía Ólafsdóttir og Guðríður Guðmundsdóttir Félagsþjónustu mættu til fundarins.

      Fjölskylduráð samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ.$line$$line$Fjölskylduráð vísar reglum þessum til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 0908195 – Leiguhúsnæði og húsaleigubætur, reglur um úthlutun

      Kynntar tillögur að breytingum á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur. Soffía Ólafsdóttir og Guðríður Guðmundsdóttir Félagsþjónustu mættu til fundarins.

      Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur til samræmis við lagaákvæði 3.mgr. 10.gr.laga um húsaleigubætur frá 1997. $line$Og fellir þá úr gildi bókun fjölskylduráðs frá 2.mars 2011. $line$$line$Fjölskylduráð vísar reglum þessum til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1312106 – Fjölsmiðjan, vettvangsferð fjölskylduráðs

    Almenn erindi

    • 1205349 – Íþróttastyrkir 16 ára og yngri. ÍBH-Rio Tinto- Hafnarfjarðarbæjar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði drögum að samningi til fjölskylduráðs. Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi mætti til fundarins.

      Fjölskylduráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1312138 – Styrkir fjölskylduráðs fyrir árið 2014

      Lagðar fram tillögur að afgreiðslu styrkumsókna.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að afgreiða styrkumsóknirnar í samræmi við umræður á fundinum.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í nóv. sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lagðar fram til kynningar 16. og 17. fundargerð verkefnastjórnar.

    • 1312002F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 182

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. des. sl.

    • 1312015F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 183

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. des. sl.

Ábendingagátt