Fjölskylduráð

23. apríl 2014 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 268

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1404222 – Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt

      Til fundarins mætti Gylfi Ingvarsson, formaður stjórnar Hafnar, og kynnti stöðuna og fyrirhugaðar breytingar á eignarhaldi íbúða.

      Geir Jónsson vék af fundi.$line$$line$Fjölskylduráð þakkar Gylfa Ingvarssyni fyrir kynninguna á málefnum öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar og styður áframhaldandi vinnu stjórnar við að leita lausna.

    Almenn erindi

    • 1308225 – Badmintonfélag Hafnarfjarðar.

      Til fundarins mætti Hörður Þorsteinsson, formaður Badmintonfélagsins.

      Fjölskylduráð óskar eftir umsögn íþótta- og tómstundanefndar og mun boða íþróttafulltrúa á næsta fund ráðsins.

    • 1404159 – Sólvangur, dagdvöl

      Sviðsstjóra falið að óska eftir fleiri plássum í dagdvöl sem rekin er á Sólvangi og einnig að gerð verði könnun á ánægju notenda þjónustunnar.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í mars sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1404005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 190

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. apríl sl.

Ábendingagátt