Fjölskylduráð

7. maí 2014 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 269

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
 1. Kynning

  • 1308225 – Badmintonfélag Hafnarfjarðar.

   Til fundarins mætti Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi.

   Fjölskylduráð óskar eftir að fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar taki saman minnisblað varðandi rekstur Íþróttahússins v. Strandgötu

  • 1404369 – Vinnustaðir fatlaðs fólks

   Til fundarins mætti Hrönn Hilmarsdóttir og kynnti skýrslu um starfsemi vinnustaða fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Skýrslan er frá des. 2013.

   Fjölskylduráð þakkar Hrönn fyrir kynninguna. $line$Fjölskylduráð vekur athygli á því neyðarástandi sem blasir við í atvinnumálum fatlaðs fólks. Fjölskylduráð óskar eftir upplýsingum frá félags – og húsnæðismálaráðherra hvort núverandi fyrirkomulag varðandi staðsetningu og rekstur atvinnumála verði áfram hjá sveitarfélögum.

  • 1405011 – Frístundaheimili, samþykkt fjölskylduráðs um starfsemi og rekstur

   Til fundarins mætti Geir Bjarnason og kynnti tillögu að samþykkt.

   Fjölskylduráð óskar eftir umsögnum frá fulltrúum skóla, fulltrúum foreldrafélaga, umhverfis- og framkvæmdasviði og fjárreiðudeild.

  • 1405012 – Frístundaheimili, viðhorf foreldra til þjónustu 2014

   Geir Bjarnason gerði grein fyrir þjónustukönnun.

  Almenn erindi

  • 1401769 – Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði.

   Til fundarins mætti Runólfur Ágústsson.$line$Lögð fram til kynningar erindisbréf mats- og úrræðateyma.

Ábendingagátt