Fjölskylduráð

10. september 2014 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 274

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1408431 – Opnunartími sundlauga

      Lagt fram yfirlit um opnunartíma sundstaða á höfuðborgarsvæðinu og opnun um stórhátíðar.

    • 1406405 – Gjaldskrár, starfshópur

      Tekin fyrir tillaga Samfylkingar og Vinstri grænna sem lögð var fram á fundi ráðsins þ. 25. júní sl.

      Fjölskylduráð samþykkir samhljóða svo breytta tillögu:$line$$line$Lagt er til að stofnaður verði starfshópur fjölskyldu-og fræðsluráðs sem fái það verkefni að endurmeta fyrirkomulag heilsdagsskóla og endurskoða stuðning bæjarins við íþrótta- og tómstundastarf.$line$Markmiðið verði að efla þjónustuna með hagsmuni nemenda að leiðarljósi og leita leiða til að samþætta skóla og frístundastarf.$line$$line$Starfshópurinn fái jafnframt það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að tryggja jafnan aðgang barna að íþrótta- og tómstundastarfi t.d. með auknum sveigjanleikja í nýtingu niðurgreiðslna þátttökugjalda og/eða útgáfu frístundakorts í stað núverandi fyrirkomulags á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna. Starfshópurinn muni einnig endurskoða greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum og máltíða í grunnskólum.$line$Niðurstöður úr þjónustukönnunum og ábendingar notenda þjónustunnar verði hafðar til hliðsjónar í stefnumótun og aðgerðum.$line$$line$Lagt er til að með hópnum starfi rekstrarstjórar og sviðsstjórar viðkomandi fjölskyldu- og fræðslusviðs.$line$ $line$

    • 1409154 – Ársskýrsla fjölskylduþjónustu 2013

      Ársskýrsla fjölskylduþjónustu 2013 lögð fram til kynningar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málsksotsnefndar í málum nr. 30-31/2014.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1409002F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 196

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5. sept. sl.

Ábendingagátt