Fjölskylduráð

24. september 2014 kl. 12:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 275

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

   Til fundarins mættu Kolbrún Oddbergsdóttir og Steinunn Gísladóttir og gerðu grein fyrir úthlutunarreglum, stöðu biðlista, úthlutun íbúða á ársgrundvelli, biðtíma, verklagi o.fl. varðandi félagslega íbúðakerfið.

  • 1004557 – Atvinnumiðstöðin, kynning

   Til fundarins mætti Guðjón Árnason og gerði grein fyrir stöðunni hjá Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar.$line$Einnig lagður fram til kynningar samstarfssamningur Vinnumálastofnunar og Hafnarfjarðarbæjar frá feb. 2010.

  Almenn erindi

  • 1409490 – Atvinnuleysisbætur, stytting bótatímabils

   Lagðir fram útreikningar um áætlaðan aukinn kostnað vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins í kjölfar fyrirhugaðra breytinga á atvinnuleysisbótatímabili.

   Fjölskylduráð gerir alvarlegar athugasemdir við þær fyrirætlanir ríkisvaldsins að stytta hámarksbótatíma atvinnulauss fólks úr þremur árum í tvö og hálft ár. Ekkert samráð var haft við sveitarfélögin auk þess sem fyrirvari vegna þessa er nær enginn. Beinn kostnaður sveitarfélagsins af þessum aðgerðum er áætlaður 57 milljónir á næsta ári. Fjölskylduráð leggur því áherslu á að ríkisvaldið leggi til mótvægisaðgerðir vegna þessara aðgerða og fjármagni þær, m.a. í formi virkniúrræða fyrir þennan hóp en að öðrum kosti dragi þessi áform til baka.$line$

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í ág. sl.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  • 1406405 – Gjaldskrár, starfshópur

   Á fundi fjölskylduráðs þ. 10. sept. sl. var samþykkt að stofna starfshóp fjölskyldu- og fræðsluráðs til þess m.a. að endurmeta fyrirkomulag heilsdagsskóla, endurskoða stuðning bæjarins við íþrótta- tómstundastarf og móta tillögur þar að lútandi.$line$Lagt fram erindisbréf starfshópsins.

   Fjölskylduráð tilnefnir Helgu Ingólfsdóttur og Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur í starfshópinn af sinni hálfu.

  • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

   Tilnefning fjölskylduráðs í hússtjórn Hjallabrautar 33.

   Afgreiðslu frestað.

  • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

   Lögð fram til kynningar skýrsla formanns fyrir jan. 2011 – sept. 2014.

  Fundargerðir

Ábendingagátt