Fjölskylduráð

5. desember 2014 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 282

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 26. nóv. sl. var eftirfarandi samþykkt gerð:$line$Fjölskylduráð:$line$Tilnefning kom fram um Fjölni Sæmundsson sem aðalmann í stað Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur…$line$Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann rétt kjörinn.$line$

    • 1303225 – Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) í Hafnarfirði, samstarfssamningur

      Til fundarins mætti Ásrún Jónsdóttir og kynnti stöðuna.

      Fjölskylduráð samþykkir að áfram verði unnið með þá NPA samninga sem þegar hafa verið gerðir. Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um NPA halda gildi sínu á meðan á tilraunatímabilinu stendur.

    • 1411310 – Geðfatlaðir, búsetumál

      Hrönn Hilmarsdóttir, Soffía Ólafsdóttir og Ásrún Jónsdóttir kynntu stöðuna í málaflokknum.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra Fjölskylduþjónutu að leita lausna hvað varðar húsnæðismál geðfatlaðra, bæði langtíma- og skammtímalausnir, ásamt sviðsstjóra Umhverfis og framkvæmda.$line$$line$

    • 1410357 – Fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu 2015

      Bæjarstjóri mætti til fundarins. Ný drög að fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu 2015 kynnt.

    • 1411192 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Til fundarins mætti Haukur Haraldsson sálfræðingur og kynnti stöðuna.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að kalla saman starfshóp til að endurskoða framkvæmdaáætlun í barnavernd sbr. 9.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Starfshópurinn skal skila af sér eigi síðar en 1. apríl 2015. Í hópnum skulu vera fulltrúar frá minni- og meirihluta og starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs.

    • 1411395 – Úrræðadeild fjölskylduþjónustu

      Haukur Haraldsson kynnti deildina.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 43-45/2014.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Almenn erindi

    Fundargerðir

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lögð fram til kynningar fundargerð ráðgjafarráðs nr. 7 2014.

    • 1411022F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 202

      Lögð fram fundargerð íþrótta- oog tómstundanefndar frá 28. nóv. sl.

Ábendingagátt