Fjölskylduráð

19. desember 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 283

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Friðriksdóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1303225 – Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) í Hafnarfirði, samstarfssamningur

      Framhald umræðna frá síðasta fundi.

      Fjölskylduráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæð tímagjalds NPA samninga í 3.090.-kr. frá 1. nóv. 2014.$line$Lagt er til að beingreiðslusamningum verði breytt í NPA í samráði við notendur.$line$Óskað er eftir viðhorfi Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks til þess hvernig til hefur tekist með NPA-tilraunaverkefnið.$line$$line$

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, samningar

      Endurskoðun reglna um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra.

      Fyrir fundinum liggja drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. $line$Drögum að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólk er vísað til Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks til umsagnar.$line$Drögum að reglum um ferðaþjónustu eldri borgara er vísað til Öldungaráðs til umsagnar.$line$

    • 1411351 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, formannafundur, ályktun

      Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti, dags. 17. nóv. sl., frá stjórn ÍBH; ályktun formannafundar ÍBH 15. nóv sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1412163 – Viðtalsaðstaða hjá sveitarfélögum

      Lagt fram til kynningar erindi Vinnumálastofnunar til Samb. ísl. sveitarfélaga, varðandi viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum.$line$Einnig lagt fram til kynningar svarbréf sambandsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0906017 – Málskotsnefnd

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr.46/2014.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í nóv. sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mán.

    Fundargerðir

    • 1412008F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 203

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5. des. sl.

Ábendingagátt