Fjölskylduráð

30. janúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 285

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
 • Valgerður B. Fjölnisdóttir varamaður

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

   Til fundarins mætti Hrönn Hilmarsdóttir og gerði grein fyrir stöðunni.

   Starfsmönnum sviðsins falið að útfæra hugmyndir og koma með kostnaðaráætlun á næsta fund ráðsins.

  • 1501927 – Þjónusta sveitarfélaga, Hafnarfjörður, könnun

   Upplýsinga- og kynningarfulltrúi mætti til fundarins og kynnti niðurstöðurnar.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

   Staða verkefnisins og næstu skref kynnt.

   Fjölskylduráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp könnunarviðræður við Hrafnistu á grundvelli erindis þeirra til bæjarráðs frá 28. ágúst 2014 um mögulega aðkomu Hrafnistu að byggingu og rekstri á 60 rýma hjúkrunarheimili í samræmi við samning sem Hafnarfjarðarbær gerði við heilbrigðisráðuneytið þann 30. mai 2010. $line$Ennfremur að taka upp viðræður við ráðuneytið um endurskoðun fyrirliggjandi samnings í ljósi breytinga sem gerðar hafa verið á sambærilegum samningum á þeim tíma sem liðinn er frá undirritun. $line$Haustið 2014 gerði Capacent að beiðni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samanburð á valkostum um staðsetningu hjúkrunarheimilis þar sem litið var til tveggja valkosta, á Sólvangsreit og í Skarðshlíð (Vallahverfi) en niðurstaða úttkektar var meðal annars að í ljósi fyrrnefndrar stefnumótunar væri eðlilegt að skoða ennfremur mögulegt samstarf við Hrafnistu í samræmi við fyrirliggjandi stefnumótun í málaflokknum sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn árið 2006 og endurskoðuð árið 2012 þar sem gert er ráð fyrir að í Hafnarfirði verði til framtíðar þrír þjónustukjarnar fyrir eldri borgara; að Sólvangi, við Hrafnistu og í Vallahverfi.$line$$line$Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði á móti og fulltrúi VG situr hjá.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingar Græns framboðs ítreka bókun flokkanna úr bæjarstjórn 10. desember sl. þar sem bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG lögðu til að gert verði ráð fyrir að bygging nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð haldi áfram á næsta ári samkvæmt áður samþykktum áætlunum þar um og svigrúm til þess verði tryggt í fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

  Almenn erindi

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   Á síðasta fundi bæjarstjórnar, 21. jan. sl., var málinu vísað aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði.

   Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Tekið er tillit til athugasemdar Ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks í Hafnarfirði varðandi það að ferðafjöldi skuli taka mið af þörfum hvers og eins. Ekki er sett hámark á ferðir. Gjald fyrir hverja ferð skal vera samsvarandi hálfu fargjaldi hjá Strætó bs. $line$Sviðsstjóra falið að kanna möguleika á tímabilskortum í samvinnu við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. $line$Reglurnar verða endurskoðaðar að ári.$line$ $line$Fjölskylduráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.”$line$$line$Soffía Ólafsdóttir og Ingunn L. Ragnarsdóttir mættu til fundarins og kynntu stöðuna í akstursþjónustu Strætó bs. Áfram verður fylgst með þjónustunni.

  • 15011077 – Áheyrnarfulltrúar úr ungmenna- og öldungaráði

   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 2, 3 og 4/2015.$line$Einnig lagður fram úrskurður félagsþjónustu og húsnæðismála nr. 6/2014.

   Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í des. sl.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1501005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 204

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. jan. sl.

Ábendingagátt