Fjölskylduráð

8. maí 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 291

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir
  1. Kynning

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 29.apríl sl. var Júlíus Andri Þórðarson kjörinn varamaður í fjölskylduráð í stað Valgerðar B. Fjölnisdóttur.

      Fjölskylduráð þakkar Valgerði Fjölnisdóttur fyrir samstarfið og býður Júlíus velkomin.

    • 1202015 – Fjölskylduþjónusta, tölulegar upplýsingar um málaflokka

      3 mánaða fjárhagsuppgjör sviðsins. Atli Þórsson rekstrarstjóri mætir til fundarins og kynnir uppgjörið.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagðar fram til kynningar nýjar lykiltölur fjölskylduþjónustu.

      Lagt fram.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Staða málsins kynnt.$line$Lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa Strætó og Hafnarfjarðarbæjar dags 2.maí sl.

      Fjölskylduráð tekur undir nauðsyn þess að kostnaðaráætlun berist frá Strætó vegna ferðaþjónustu fatlaðra, svo hægt sé að gera viðauka vegna fram komins kostnaðarauka.$line$Fjölskylduráð mun áfram fylgjast grannt með þróun akstursþjónustunnar og meta möguleika á því að gera breytingar á fyrirkomulaginu hvað Hafnarfjörð varðar.

    • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

      Guðbjörg Magnúsdóttir kynnir vinnu starfshóps um fjölmenningu.

      Fjölskylduráð fagnar hugmynd um Gaflarakaffi laugardaginn 17. október nk. í tengslum við evrópska lýðræðisviku og tekur undir ábendingu starfshópsins að gera þurfi heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda. Sviðsstjóra falið að hefja undirbúning að slíkri stefnumótun.

    • 1504199 – Hinseiginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu umsagnar um hinsegin fræðslu. Sálfræðingur og forvarnarfulltrúi sviðsins eru að vinna að umsögn.

      Fjölskylduráð óskar eftir formlegri umsögn frá ungmennaráði.

    Fundargerðir

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lögð fram 9.fundargerð starfshópsins ásamt fylgigögnum.

    • 0706339 – Öldungaráð Hafnarfjarðar, fundargerðir

      Lögð fram til kynningar 40.fundargerð Öldungaráðs Hafnarfjarðar.

    • 1504016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 211

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.apríl sl.

Ábendingagátt