Fjölskylduráð

3. júlí 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 295

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

  1. Kynning

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ. 24. júní sl. voru eftirtaldir kosnir aðal- og varamenn í fjölskylduráð:

      Aðalmenn:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4
      Ómar Ásbjörn Óskarsson , Þrastarási 14
      Fjölnir Sæmundsson, Lækjarkinn 10

      Varamenn:
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 67
      Valdimar Víðisson, Nönnustíg 8
      Guðný Stefánsdóttir, Stekkjarhvammi 13
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 5

      Guðlaug Kristjánsdóttir var kosin formaður fjölskylduráðs og Helga Ingólfsdóttir varaformaður.

    • 1506307 – Íþróttamál, greining á samningum

      Til fundarins voru boðaðir skýrsluhöfundur og nefndarmenn íþrótta- og tómstundanefndar. Einnig sat Geir Bjarnason fundinn undir þessum lið.
      Nánari kynning og umræður um skýrslu R3-ráðgjafar sem lögð var fram á síðasta fundi ráðsins.

    Almenn erindi

    • 1404081 – Búsetukjarni, húsbyggingasjóður Þroskahjálpar

      Lögð fram öðru sinni drög að samningi við Þroskahjálp um byggingu búsetukjarna.

      Drögunum vísað til frekari vinnslu hjá sviðsstjóra.

    • 1506568 – Hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um verkefnið.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Atli Þórsson mætti til fundarins. Stöðuskýrsla lögð fram ásamt fleiri fylgigögnum.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 21 og 22/2015.
      Einnig niðurstaða áfrýjunarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í málum nr. 13,15 og 17/2015.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í maí sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

Ábendingagátt