Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.
Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla mats- og inntökuteymis sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tímabilið 1. júní 2014 – 31. maí 2015.
Lögð fram ný drög að yfirlýsingu vegna lóðarinnar Öldugötu 41.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra framgang málsins.
Lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 15. júlí sl., ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015.
Lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 15. júlí sl., yfirlit yfir þriðju áætlun um almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2015.
Lagt fram. Fram kom að fundað verður í byrjun september með fulltrúum frá Jöfnunarsjóði til að ræða frekar og ljúka uppgjöri á framlögum vegna ársins 2014. Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu málaflokksins hjá sveitarfélaginu.
Lögð fram drög að húsnæðisstefnu Hafnarfjarðar frá des. 2014.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa í starfshóp um félagslega húsnæðiskerfið, stöðuna og framtíðarskipulag. Óskað verði eftir samvinnu við umhverfis- og framkvæmdaráð.
Hópur flóttamanna er væntanlegur til landsins á haustmánuðum.
Fjölskylduráð lýsir yfir fullum vilja til þess að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks.
Lagt fram svarbréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 7. júlí sl., varðandi beiðni Hafnarfjarðarbæjar um fjölgun dagdvalarrýma á Sólvangi.
Fjölskylduráð áréttar mikilvægi þess að komið sé til móts við óskir sveitarfélagsins um fjölgun dagdvalarrýma á Sólvangi í samræmi við ítrekað erindi þess efnis til Velferðarráðuneytisins, enda í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um stuðning við sjálfstæða búsetu fólks á efri árum. Fjölgun dagdvalarrýma er nauðsynleg til þess að sveitarfélagið geti sinnt þjónustuhlutverki sínu við eldri borgara.
Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í júlí 2015.
Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.
Lagt fram erindi frá líknarfélaginu Von og bjargir sem sent var í tölvupósti nýlega; ósk um samstarf.