Fjölskylduráð

28. ágúst 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 296

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
 • Valdimar Víðisson varamaður
 • Guðný Stefánsdóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1109119 – SSH, fötlunarmál, samráð

   Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla mats- og inntökuteymis sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tímabilið 1. júní 2014 – 31. maí 2015.

  • 1404081 – Búsetukjarni, húsbyggingasjóður Þroskahjálpar

   Lögð fram ný drög að yfirlýsingu vegna lóðarinnar Öldugötu 41.

   Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra framgang málsins.

  • 1508021 – Þjónusta við fatlað fólk, framlag, reglugerð til kynningar

   Lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 15. júlí sl., ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015.

  • 1508030 – Þjónusta við fatlað fólk 2015, almenn framlög, þriðja áætlun

   Lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 15. júlí sl., yfirlit yfir þriðju áætlun um almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2015.

   Lagt fram. Fram kom að fundað verður í byrjun september með fulltrúum frá Jöfnunarsjóði til að ræða frekar og ljúka uppgjöri á framlögum vegna ársins 2014.
   Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu málaflokksins hjá sveitarfélaginu.

  • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir - þarfagreining og framtíðarsýn

   Lögð fram drög að húsnæðisstefnu Hafnarfjarðar frá des. 2014.

   Fjölskylduráð samþykkir að skipa í starfshóp um félagslega húsnæðiskerfið, stöðuna og framtíðarskipulag. Óskað verði eftir samvinnu við umhverfis- og framkvæmdaráð.

  • 1407105 – Flóttamenn

   Hópur flóttamanna er væntanlegur til landsins á haustmánuðum.

   Fjölskylduráð lýsir yfir fullum vilja til þess að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks.

  • 1404159 – Sólvangur, dagdvalarrými

   Lagt fram svarbréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 7. júlí sl., varðandi beiðni Hafnarfjarðarbæjar um fjölgun dagdvalarrýma á Sólvangi.

   Fjölskylduráð áréttar mikilvægi þess að komið sé til móts við óskir sveitarfélagsins um fjölgun dagdvalarrýma á Sólvangi í samræmi við ítrekað erindi þess efnis til Velferðarráðuneytisins, enda í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um stuðning við sjálfstæða búsetu fólks á efri árum.
   Fjölgun dagdvalarrýma er nauðsynleg til þess að sveitarfélagið geti sinnt þjónustuhlutverki sínu við eldri borgara.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í júlí 2015.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Umsóknir

  • 1508521 – Arnarholt, húsnæði fyrir fólk í vanda

   Lagt fram erindi frá líknarfélaginu Von og bjargir sem sent var í tölvupósti nýlega; ósk um samstarf.

Ábendingagátt