Fjölskylduráð

11. september 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 297

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynning

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Bæjarstjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðunni.
      Lagt fram lögfræðiálit um stöðu Hafnarfjarðarbæjar varðandi ferðaþjónustu fatlaðra.
      Lögð fram greinargerð um bíla til afnota fyrir sambýli.
      Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ásamt fleiri gögnum.

      Fyrirsjáanleg tvöföldun kostnaðar, sem að óbreyttu myndi falla á sveitarfélagið vegna yfirtöku Strætó á akstursþjónustu fatlaðra um síðustu áramót kallar á endurmat.

      Fjölskylduráð felur sviðstjóra að meta fyrirkomulag Akstursþjónustu fatlaðra á grundvelli fyrirliggjandi gagna um verð, þjónustustig og kostnaðarskiptingu og skoða með hvaða hætti þessi þjónusta verður best tryggð til framtíðar með hagsmuni notenda og sveitarfélagsins að leiðarljósi

    • 1410357 – Fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu 2015

      Til fundarins mætti Atli Þórsson.
      Lagt fram 7 mánaða uppgjör fjárhagsáætlunar.
      Einnig gerð grein fyrir undirbúningi fjárhagsáætlunar 2016.

    Almenn erindi

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Á fundi fjölskylduráðs 27. ág. 2014 var lagt fram erindi foreldra sex ungmenna með Down´s heilkenni varðandi fyrirhugaðan búsetukjarna fyrir þau.
      Fjölskylduráð tók jákvætt í erindið og fól sviðsstjóra að vinna málið áfram innan fjölskyldusviðs og jafnframt í samráði við skipulags- og byggingasvið.

      Lögð fram drög að viljayfirlýsingu og minnisblað sviðsstjóra.

      Sviðsstjóra falið að leita lögfræðiálits og kanna mögulega kostnaðarþátttöku bæjarins.

    • 1109119 – SSH, fötlunarmál, samráð

      Til fundarins mætti Hrönn Hilmarsdóttir.
      Lagðar fram skýrslur:
      1. Hlutfall menntaðra starfsmanna á starfsstöðvunum, upplýsingar um námsframboð og staða sveitarfélaga með tilliti til menntunar starfsmanna.
      2. Gæðamat – skýrsla
      3. Skýrsla formanns starfsárið 2014-2015.

      Sviðinu falið að skoða færar leiðir til að hækka menntunarstig á starfsstöðvum fatlaðs fólks í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu um hlutfall menntaðra starfsmanna á starfsstöðvunum. Áhersla á áframhaldandi samstarf vegna gæðaeftirlits.

    • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

      Hrönn Hilmarsdóttir kynnti drög að fyrirhuguðum atvinnuúrræðum fatlaðs fólks á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

      Fjölskylduráð fagnar verkefninu og samþykkir að leggja fram mótframlag við framlag Vinnumálastofnunar við verkefnið.

    • 1502164 – Specialisterne (Sérfræðingarnir), ósk um samstarfssamning

      Á fundi fjölskylduráðs þ. 6. feb. sl. var lagt fram erindi frá Specialisterne á Íslandi, sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að hjálpa einstaklingum á einhverfurófinu til sjálfshjálpar.
      Fjölskylduráð tók jákvætt í erindið og fól sviðsstjóra að fá nánari upplýsingar um málið.

      Sviðsstjóra falið að ganga frá samstarfssamningi.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagðar fram til kynningar nýjar lykiltölur fjölskylduþjónustu.

    • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

      Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun á félagslegu leiguhúsnæði í eigu og umsjá Hafnarfjarðarbæjar.

      Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið og skipað verður í starfshópinn á næsta fundi ráðsins.

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Endurskoðun reglna.

      Fjölskylduráð felur sviðinu að endurskoða reglurnar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 23-29/2015.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1506568 – Hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps, nr. 1 og 2.

Ábendingagátt