Fjölskylduráð

25. september 2015 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 298

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Guðný Stefánsdóttir varamaður

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Til fundarins mætti Kristín Völundardóttir frá Útlendingastofnun.
      Lagðir fram til kynningar samningar sem Útlendingastofnun hefur gert við nokkur sveitarfélög.

      Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna möguleika Hafnarfjarðarbæjar á að gera samning við Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur.

    • 1404159 – Sólvangur, dagdvalarrými

      Lagt fram svarbréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 10. sept. sl., varðandi óskir sveitarfélagsins um fjölgun dagdvalarrýma á Sólvangi.

      Fjölskylduráð áréttar mikilvægi þess að fjölga dagdvalarrýmum í Hafnarfirði og felur sviðsstjóra að taka saman upplýsingar um biðlista og biðtíma.

    • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

      Tilnefning í starfshóp.
      Eftirtaldir eru tilnefndir í starfshópinn:

      Aðalmenn:
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Helga Ingólfsdóttir
      Fjölnir Sæmundsson
      Ómar Óskarsson
      Örn Tryggvi Johnsen

      Varamenn:
      Matthías F. Matthíasson
      Kristinn Andersen
      Birna Ólafsdóttir
      Eyrún Ósk Jónsdóttir
      Kristín Thoroddsen

    • 1509579 – Opin starfs- og félagsmiðstöð

      Málið rætt.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 30-31/2015.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 1509597 – Fjölskylduráð, fundartímar

      Rætt um mögulega breytingu á fundartíma ráðsins.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í ágúst 2015.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

Ábendingagátt