Fjölskylduráð

5. október 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 299

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir fulltrúi

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1509166 – Heimsendur matur, útboð 2015

      Guðmundur Ragnar Ólafsson og Atli Þórsson mættu til fundarins og gerðiu grein fyrir stöðu málsins.
      Lagður fram til kynningar fyrirliggjandi samningur um heimsendan mat og drög að nýju útboði.

    • 1508030 – Þjónusta við fatlað fólk 2015, almenn framlög, þriðja áætlun

      Til fundarins mætti Atli Þórsson.
      Lagðar fram upplýsingar um fjárhagsstöðu málaflokks fatlaðs fólks.

    • 1510015 – Búsetukjarnar fatlaðs fólks, krafa um viðbótarframlög

      Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Velferðarráðuneytisins, dags. 30. sept. sl., varðandi fjárframlög til búsetukjarna fatlaðs fólks.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Umræður…

      Fjölskylduráð samþykkir að boða til samráðsfundar með ráðgjafarráði fatlaðs fólks um þjónustuna.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Lögð fram drög að samningi við Útlendingastofnun.

      Vísað til bæjarráðs.

    • 1510024 – Gaflarakaffi 2015

      Rætt um fyrirhugað Gaflarakaffi sem haldið verður 15. okt. nk. í Lækjarskóla.

    • 1402121 – Húsið, vettvangsferð fjölskylduráðs

      Fjölskylduráð heimsótti Húsið og kynnti sér starfsemina.

Ábendingagátt