Fjölskylduráð

2. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 302

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Fjárhagsáætlun 2016.
      Bergur Þorri Benjamínsson formaður ráðgjafaráðs mætir til fundarins

      Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks mætti á fundinn. Rætt m.a. um aðgengismál og ferðaþjónustu fatlaðra.
      Ráðgjafarráð verður með fund í næstu viku og mun óska eftir að bæjarstjóri mæti á fundinn í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram bréf frá SSH dags. 16.10.2015 er varðar sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.

      Frestað til næsta fundar í ljósi þess að nýjar upplýsingar eiga að liggja fyrir þann 15.nóvember.

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Elísabet Valgeirsdóttir form. öldungaráðs mætir á fundinn.

      Jóhanna Axelsdóttir og Elísabet Valgeirsdóttir frá Öldungaráði mættu á fundinn. Sjöfn Guðmundsdóttir starfsmaður fjölskylduþjónustunnar er starfsmaður Öldungaráðs og situr fundi Öldungaráðs.
      Áréttað er að fulltrúar frá Öldungaráði séu boðaðir á fundi hjá ráðum Hafnarfjarðar þegar fjallað er um mál sem tengjast málefnum eldri borgara.

    • 1510289 – Þroskahjálp, landsþing 2015, ályktun

      Lagðar fram ályktanir frá landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015

    • 1503090 – Vistun barna

      Lagt fram yfirlit um þróun vistunar barna á vegum barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar.

      Guðríður Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjölskylduþjónustu mætti á fundinn og fór yfir minnisblað og svaraði fyrirspurnum.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Atli Þórsson rekstrarstjóri mætir á fundinn.

    Fundargerðir

    • 1506568 – Hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar hjúkrunarheimilisins að Sólvangi 4. fundur frá 22. október 2015

    • 1510413 – Félagslega húsnæðiskerfið, starfshópur, fundargerðir

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps um félagslega húsnæðiskerfið, 1.fundur 20.okt. og 2.fundur 27.okt. sl.

Ábendingagátt