Fjölskylduráð

20. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 304

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þess sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir

Auk þess sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Fjölskylduráð fellst á að samþykkt verði fyrirliggjandi tillaga að breyttri kostnaðarskiptingu, með fyrirvara um að öll hlutaðeigandi sveitarfélög samþykki breytinguna og vísar málinu til bæjarráðs.
      Ráðið ítrekar fyrri bókanir þess efnis að sviðið haldi áfram vinnu við greiningu á kostnaði með það að markmiði að ná fram hagræðingu án þess að komi til þjónustuskerðingar. Allar færar leiðir verði skoðaðar í því samhengi.

    • 1510416 – Búsetukjarnar, fatlaðir, leiguverð

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að leiguverð til einstaklinga í búsetukjörnum verði samræmt eins og reglugerð kveður á um og verði sambærilegt við leigu í félagslegu húsnæði Hafnarfjarðarkaupstaðar.
      Breytingin verði tilkynnt 1. janúar 2016 og taki gildi þann 1. apríl nk.

      Leiguverð til íbúa í búsetukjörnum hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið misjafnt eftir búsetu og ekki hefur verið til staðar samræmi milli einstaklinga. Í reglugerð er kveðið á um að miða skuli við leiguverð í félagslega húsnæðiskerfinu, sem nú er 1077 kr/m2. Verð til íbúa í búsetukjörnum hefur verið ýmist fyrir ofan eða neðan þetta viðmið hingað til.

      Fulltrúar minnihlutans sitja hjá og óska bókað:

      Skv. fyrirliggjandi tillögu þá mun hækkun húsaleigu þeirra, sem búa í sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk, skila bænum 6 milljónum kr. í auknar tekjur á næsta ári. Í þessu sambandi er brýnt að hafa í huga að íbúar sambýla eða búsetukjarna hafa takmarkað val um búsetu og hafa því takmarkaðar forsendur til að hafna einhliða breytingum á leiguskilmálum. Minnihlutinn leggur áherslu á að tekið sé tillit til þess og haft samráð við viðkomandi íbúa ef vilji er til að endurskoða leigusamninga þeirra, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem ætlunin er að hækka leiguverð.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Heimsendur matur og mötuneyti taki breytingum í samræmi við vísitölu áranna 2015 og 2016.
      Fargjald í ferðaþjónustu aldraðra verði hálft fargjald Strætó, 200 kr.

      Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að meirihlutinn hafi hlustað á aðvörunarorð minnihlutans og fallið frá tillögu sinni um stórfellda hækkun á heimsendum mat, sem gert var ráð fyrir við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar. Ný tillaga meirihlutans gerir ráð fyrir tvöfaldri vísitöluhækkun og fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins heild sinni.

      Bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.
      Fyrirliggjandi ákvörðun um verðskrá á heimsendum mat er í fullu samræmi við umræður á fundi ráðsins þann 16/11 sl. þar sem m.a. var haft samráð við fulltrúa öldungaráðs.
      Þverpólitískur samhljómur hefur verið um það í ráðinu að stíga varlega til jarðar í hækkun á þessari þjónustu, samanberð ákvörðun um óbreytt verð í fjárhagsáætlun síðasta árs.
      Í umræðum í fjölskylduráði í dag og þann 16/11 sl. kom fram vilji allra aðila til að finna aðrar leiðir til að ná saman endum í fjárhagsáætlun en fyrirliggjandi tillögur gerðu ráð fyrir, sem fólu í sér að engin niðurgreiðsla yrði á heimsendum mat heldur innheimt fullt kostnaðarverð.
      Málið hefur verið unnið í þverpólitískri sátt af ráðinu í heild að því undanskildu að fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðsluna.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Þjónusta við flóttamenn og hælisleitendur, staða mála.

Ábendingagátt