Fjölskylduráð

29. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 308

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson varamaður

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 1407105 – Flóttamenn, samningur um móttöku

      Fjölskylduráð tilnefnir Rannveigu Einarsdóttur og Kristján Sturluson í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks.

    • 1109171 – Kynbundið ofbeldi, aðgerðaáætlun

      Haukur Haraldsson sálfræðingur mætti á fundinn.

      Málið kynnt.

    • 1512128 – Notendastrýrð persónuleg aðstoð NPA

      Samþykkt hækkun á NPA greiðslum frá og með 1. janúar 2016 í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

    • 16011131 – Fatlað fólk, fjármögnun 2016

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Stefnt að því að fá starfsmann frá atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar á næsta fund.

    • 1512312 – Frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál til umsagnar

      Fjölskylduráð styður í aðalatriðum umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi frumvarp um húsnæðisbætur. Ráðið felur sviðsstjóra að gera drög að umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinu.

    • 1512242 – Heimaþjónusta, heimahjúkrun

      Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir þeirri ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að flytja starfsemi heimahjúkrunar í Hafnarfirði frá starfsstöðvum að Sólvangi og Firði til Kópavogs án alls samráðs.
      Óskað er eftir rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun sem í fljótu bragði virðist eingöngu fela í sér kostnaðarauka í formi húsaleigu og stjórnunarkostnaðar auk þess sem boðleiðir lengjast þegar starfstöð heimahjúkrunar færist frá heilsugæslunni.

      Í fjárlögum er gert ráð fyrir 100 milljón króna viðbótarfjárveitingu til heimahjúkrunar og Fjölskylduráð Hafnarfjarðar skorar á ráðherra heilbrigðismála að tryggja að það fjármagn nýtist til að byggja upp nærþjónustu í stað þess að auka við yfirbyggingu með því að setja upp nýja starfsstöð með tilheyrandi kostnaði.

      Fjölskylduráð leggur ríka áherslu samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar á forsendum notenda og að sveitarfélagið sé í forgrunni sem veitandi þjónustu og samræmingaraðili. Markmið þeirrar vinnu sé skilvirk nýting fjármuna í þágu notenda.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu fyrir sitt leyti og vísar til samþykktar í bæjarstjórn. 5. gr. reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur tekur breytingum samkvæmt þeirri tillögu sem fyrir liggur.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 4/2016 & 5/2016

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt