Fjölskylduráð

12. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 309

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1509166 – Heimsendur matur, útboð 2015

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri mætti á fundinn.

      Ráðið felur sviðstjóra að gangast fyrir reglubundnum úttekum óháðs aðila á næringagildi matar til eldri borgara. Fylgst verði náið með því að fylgt verði ákvæðum samningsins.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Bæjarstjóri og bæjarlögmaður mættu á fundinn.

    • 16011131 – Fatlað fólk, fjármögnun 2016

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

    • 16011209 – Gallup,þjónusta sveitarfélaga 2015, könnun

      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mætti á fundinn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

      Í niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup kemur fram að ánægja með þjónustu við eldri borgara og fatlaða minnkar milli ára hjá Hafnarfjarðarbæ. Þær niðurstöður ber að taka alvarlega og leita verður allra leiða til að snúa þeirri þróun við og halda áfram að bæta þjónustu bæjarins við þessa hópa.

      Fullrúar Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks taka undir bókun.

    • 1602227 – Aldraðir og fatlaðir í Hafnarfirði, kjör, greining

      Fjölskylduráð felur sviðstjóra að taka saman greiningu á kjörum aldraðra og fatlaðra í sveitarfélaginu. Skoða skal sérstaklega hve margir búa við lágmarkskjör og einnig búsetu, hvort fólk býr i eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 6/2016, 7/2016, 8/2016

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Kynning

    Fundargerðir

    • 1109119 – SSH, fötlunarmál, samráð

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna harma þá stöðu sem upp er komin varðandi uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis. Í stað þess að starfsemi nýs hjúkrunarheimilis væri hafin í Skarðshlíð þá benda bréf bæjarstjóra og vekefnastjórnar til þess að málið sé komið á byrjunarreit. Á meðan búa íbúar Sólvangs við ófullnægjandi aðstæður sem ekki mæta nútímakröfum um aðbúnað á hjúkrunarheimilum.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks árétta að verkefni um byggingu nýs hjúkrunarheimilis eru í eðlilegum farvegi. Áfram verður þrýst á um ennfrekari uppbyggingu á Sólvangi með frekari nýtingu á eldri byggingu.

    • 1509010F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 215

    • 1509017F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 216

    • 1510005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 217

    • 1510030F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 218

    • 1511014F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 219

    • 1511031F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 220

    • 1512011F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 221

    • 1601004F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 222

Ábendingagátt