Fjölskylduráð

22. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 314

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson varamaður

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri sat fundinn og ritaði fundargerð.

 1. Almenn erindi

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Tillaga um að stofnaður verði starfshópur um húsnæðisstefnu.
   Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um húsnæðisstefnu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að erindisbréfi þar um. Erindisbréfið verði tekið fyrir í fjölskylduráði og skipulags- og byggingaráði.

   Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að ekki dragist að grípa til aðgerða vegna húsnæðisvanda sem við blasir og bitnar á fjölda fjölskyldna í bænum. Því er mikilvægt að tillaga sem liggur fyrir bæjarráði um viðræður við Alþýðusamband Íslands verði tekin til afgreiðslu hið fyrsta óháð starfshópi sem hér er lagt til að verði stofnaður og fjalli um húsnæðisstefnu almennt.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks bóka: Tilgangur tillögunnar er einmitt að draga saman ólík verkefni sem snerta húsnæðismál í bænum og skapa heildarmynd sem greiði fyrir ákvarðanatöku, alls ekki tefja.

   Fjölskylduráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs og leggur áherslu á félagslega þarfagreiningu, bæði hvað varðar húsnæðisframboð og fjárhagslegan stuðning. Tekið verði mið af fjölbreytilegum þörfum íbúa í sveitarfélaginu. Horft verði til fyrirliggjandi greiningar í drögum að húsnæðisáætlun frá 2014. Tekið verði tillit til samstarfs og samræmis við önnur sveitarfélög.
   Fjölskylduráð leggur áherslu á að skipan í starfshópinn endurspegli tengingu við fjölskylduráð og skipulags- og byggingarráð.

  • 1603075 – Sérúrræði í grunnskólum

   Fjölskylduráð þakkar fyrir meðfylgjandi minnisblað. Fagnað er áætlunum fræðsluráðs um málþing um sérrúrræði í grunnskólum sveitarfélagsins. Fjölskylduráð leggur áherslu á að notendur fái virka rödd á málþinginu.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lykiltölur lagðar fram til kynningar.

  • 1604376 – Staða heimilislausra

   Farið yfir upplýsingar um stöðu heimilislausra í Hafnarfirði. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að skoða úrræði fyrir þennan hóp. Litið verði til samvinnu á höfuðborgarsvæðinu.

  • 1604434 – Flóttamenn, alþjóðleg vernd, yfirlýsing, drög

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í að gerð verði sameiginleg yfirlýsing sveitarfélaga og Rauða krossins varðandi hælisleitendur, sjá meðfylgjandi drög.
   Fjölskylduráð leggur áherslu á nauðsyn þess að samræma þjónustu við ólíka hópa hælisleitenda og flóttamanna og flýta málshraða.

  Fundargerðir

Ábendingagátt