Fjölskylduráð

3. júní 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 317

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagt fram.

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   Fjölskylduráð bendir á að orðalag um þjónustutíma er óskýrt hvað varðar þjónustu umfram aksturstíma almenningsvagna gagnvart notendum sem hafa ekki aðra kosti en ferðaþjónustu fatlaðs fólks til að komast leiðar sinnar. Fjölskylduráð leggur áherslu á að skýrt sé kveðið á um að þjónustan sé til staðar á hátíðar- og helgidögum á forsendum notenda.

   Fjölskylduráð kallaði á síðasta fundi sínum eftir umsögn frá Ráðgjafarráði í málefnum fatlaðs fólks, sem sendi ráðinu umsögn frá Sjálfsbjörgu og gerði hana að sinni. Ráðið tekur undir þær ábendingar sem þar koma fram.

   Fjölskylduráð óskar eftir því að tekið verið tilit til ofangreindra athugasemda við yfirstandandi endurskoðun á sameiginlegum reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

  • 1605588 – Börn með þroska- og geðraaskanir

   Fjölskylduráð telur mjög brýnt að lausn finnist hið fyrsta í málefnum barna með fjölþættan vanda hvað varðar þroska- og geðraskanir. Óskýr mörk og skortur á úrræðum bitnar fyrst og fremst á notendum. Í bréfi bæjarstjóra til Félagsmálaráðherra kemur fram að Hafnarfjarðarbær er boðinn og búinn í vinnu að úrlausn málsins.

  • 1604587 – Þjónusta við langveik börn

   Fjölskylduráð bendir á mikilvægi þess að niðurstaða fáist sem fyrst í vinnu starfshóps um þjónustu við langveik börn sem settur var á laggirnar hjá Heilbrigðisráðuneytinu í janúar 2016 og ætlað er að skoða hvernig staðið er að þjónustu við þennan hóp í dag og koma með tillögur að því hvernig skipan hennar verði best komið.
   Ráðið hvetur til þess að þessi vinna verði sett í forgang og að lausn í málaflokknum finnist sem allra fyrst.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lagt fram.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 20/2016 & 24/2016

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar í máli nr 24/2016 og veitir henni umboð til að ljúka máli nr 20/2016 fram að næsta fundi.

  Kynning

  • 1605362 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, fatlað fólk, framlög, Brynja o.fl. , hækkun

   Lagt fram.

Ábendingagátt