Fjölskylduráð

26. ágúst 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 319

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Jóhann Benediktsson frá Curron mætir á fundinn með kynningu.

      Starfsfólki sviðsins er falið að móta tilraunaverkefni þar sem tækni Curron verður notuð.
      Kostnaður verði metinn og árangur. Greining starfsfólks verður notuð við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

    Almenn erindi

    • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri reksturs og þróunar í málefnum fatlaðs fólks og Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Geitunga og Vinaskjóls mættu á fundinn. Nýsköpunarverkefnið Geitungar hefur gengið vel og er ákveðið að það haldi áfram. Rekstri fyrir næsta ár er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017. Ekki hefur fengist styrkur frá velferðarráðuneyti fyrir áframhaldandi rekstri og hefur verið óskað eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun. Sjá fylgiskjal.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri reksturs og þróunar í málefnum fatlaðs fólks fór yfir málið.
      Sviðinu er falið að ganga til samninga við foreldra á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

    • 1608726 – Búseta, þjónusta við fatlað fólk

      Lagt fram.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Atli Þórsson mætti á fundinn og málið rætt.

    • 1608215 – Frumvarp til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir, mál til umsagnar

      Sviðstjóra falið að gera umsögn.

    • 1608216 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, mál til umsagnar

      Sviðstjóra falið að gera umsögn.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagt fram.

    • 0701243 – Málskot

      Málinu var frestað.

    Fundargerðir

Ábendingagátt