Fjölskylduráð

26. október 2016 kl. 12:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 325

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Fjárhagsáætlun vísað til bæjarraáðs með þremur atkvæðum meirihluta. Minnihluti situr hjá.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks þakka fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna gott og málefnalegt samstarf við undirbúning, vinnu og frágang fjárhagsáætlunar fjölskylduráðs fyrir árið 2017.
      Áætlunin hefur verið unnin þverpólitískt alla leið, auk þess sem drögum var vísað sameiginlega af öllum flokkum til bæjarráðs þann 7. október sl. Einu breytingarnar í endanlegri útgáfu, sem nú er vísað til bæjarráðs, snúa að kjarasamningsbundnum áætlunum um launabreytingar.
      Fulltrúar meirihlutans í ráðinu lýsa furðu á þeirri breyttu afstöðu sem nú kemur fram í hjásetu við endanlega afgreiðslu, sérstaklega í ljósi þess að efnislega sömu tillögum hefur áður verið vísað áfram í þverpólitískri sátt.

Ábendingagátt