Fjölskylduráð

13. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 333

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Kynning

    • 1604434 – Flóttamenn, alþjóðleg vernd, yfirlýsing

      Karen Theodórsdóttir og Björk Hakanson verkefnastjórar mæta á fundinn ásamt Kristrúnu Sigurjónsdóttur deildarstjóra móttökudeildar í Lækjarskóla.

      Fjölskylduráð þakkar kynninguna og áréttar mikilvægi þess að fjölskylduþjónusta og fræðslu- og frístundaþjónusta vinni náið saman í þessum málaflokki. Sviðstjóra falið að hafa samráð við fræðslu- og frístundasvið við vinnslu stefnu og verklagsreglna, í samræmi við samþykkt fræðsluráðs frá 25. janúar 2017. Sviðstjóra falið að óska eftir viðræðum um endurskoðun fyrirliggjandi samninga í málaflokknum við ríkið.

    Almenn erindi

    • 1701476 – Frístundaþjónusta, tilfærsla

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG leggja áherslu á að ekki skuli gerður greinarmunur á frístundastarfi fatlaðs fólks og ófatlaðs. Sú hugmyndafræði var leiðarljós Hafnarfjarðabæjar við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Skipulagsbreytingarnar sumarið 2015 virðast ekki hafa verið gerðar á þessum forsendum þar sem Húsið er nú nær eingöngu fyrir frístundir fatlaðs fólks. Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að allar ákvarðanir í þessum málaflokki séu teknar út frá þessu meginsjónarmiði að ekki skuli aðgreina frístundastarf fatlaðs fólks og ófatlaðs með þessum hætti. Frístundir ungmenna eiga heima undir frístundasviði bæjarins hvort sem um er að ræða fötluð eða ófötluð ungmenni.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Reglur um ferðaþjónustu, gjaldskrá m.t.t. afsláttarkorta, nemakorta eða tímabilakorta.

      Í gildandi reglum er kveðið á um að fyrir hverja ferð greiðist hálft almennt fargjald Strætó. Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um möguleika á tímabilakortum, nemakortum og öðrum afsláttarkjörum og skoða fyrirkomulagið í öðrum sveitarfélögum sem standa að ferðaþjónustunni.

    • 1702126 – Starfshópur fræðslu- og frísundaþjónustu

      Lagt fram.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Húsnæðisbætur, nýtt kerfi. Upplýsingar um innleiðingu og tölulegar upplýsingar um fjölda umsækjenda og fleira varðandi breytt kerfi.

      Sviðstjóra falið að afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.

Ábendingagátt