Fjölskylduráð

24. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 334

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1701159 – Umsamin starfslok og uppsagnir á fjölskyldusviði

   Lagr fram.

  • 1403131 – Gæðamat, þjónusta við fatlað fólk

   Fjölskylduráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í meðfylgjandi fréttatilkynningu og áréttar mikilvægi þess að eftirlit og faglegur stuðningur við þjónustu við fatlað fólk sé öflugt og skilvirkt. Hafnarfjörður hefur ásamt þremur öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu haldið úti slíku eftirliti frá árinu 2013. Í janúarmánuði síðastliðnum kom starfsmaður innra eftirlitsins á fund fjölskylduráðs og gerði grein fyrir starfi sínu.
   Aukning umfangs þjónustu við fatlað fólk á þessu svæði undanfarið gefur tilefni til að auka starfshlutfall í umræddu eftirliti, sem nú er 50% í 100%. Fjölskylduráð leggur áherslu á að það verði gert með fjármagni úr jöfnunarsjóði eins og verið hefur hingað til.
   Í fjárhagsáætlun ársins 2017 var bætt við fjármunum til að auka hlutfall fagmenntaðra í þjónustu við fatlað fólk, sem bætist við þær ráðstafanir sem getið er um í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG harma þær tafir sem orðið hafa á uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á kjörtímabilinu. Einnig teljum við það mikla afturför að bærinn hafi afsalað sér aðkomu að rekstri heimilisins með því að fela Sjúkratryggingum að auglýsa eftir einkaaðilum til þess að reka heimilið. Það eru sömuleiðis mikil vonbrigði að ekki skuli liggja fyrir hvaða hugmyndafræði verður höfð að leiðarljósi við rekstur hjúkrunarheimilisins þannig að hönnun þess geti tekið mið af henni. Ekki verður séð hvernig þessar ákvarðanir samrýmast sameiginlegri sýn bæjarstjórnar hingað til um að nærþjónustan skuli vera á hendi bæjarfélagsins.

   Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar

   Eftir langan undirbúning er ánægjulegt að nú liggur fyrir að nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun við Sólvang á næsta ári. Hafnarfjörður mun byggja hið nýja hjúkrunarheimili og eiga það að fullu og sjá um rekstur húsnæðisins en ríkið mun greiða leigu samkvæmt samningi sem nefndur hefur verið „leiguleið“ og sjá um innri rekstur heimilisins og er það sama fyrirkomulag og nú er á Sólvangi og það fyrirkomulag sem algengast er varðandi rekstrarform annara hjúkrunarheimila á Íslandi.
   Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandi minnisblaðs

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   Fjölskylduráð samþykkir að gerð verði breyting á reglum Hafnarfjarðarbæjar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem nemendum á framhalds-og háskólastigi, sem eru með heimild í akstursþjónustunni og eru með lögheimili í Hafnarfirði, verði boðin nemakort.

  • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

   Lagt fram.

  • 1702331 – Búsetuúrræði, tillögugerð

   Markmið verkefnisins er að setja fram tillögu með hugmyndum um uppbyggingu búsetuúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda, og eftir atvikum fleiri úrræði í barnavernd. Svo sem tilsjónarmanneskjur, persónulega ráðgjafa, stuðningsfjölskyldur og vistheimili.
   Fjölskylduráð felur sviðstjóra að gera samning við Róbert Ragnarsson ráðgjafa um útfærslu verkefnisins í samræmi við umræður á fundinum.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 2/2017

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt