Fjölskylduráð

7. apríl 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 337

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

 1. Kynning

  • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

   Janus Guðlaugsson mætir á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Janusi Guðlaugssyni fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að undirbúa verkefni um heilsueflingu eldri borgara.

  • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

   Atli Þórsson mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi sérstaka húsnæðisstuðninginn. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að auglýsa og vekja athygli leigjenda á umsóknum um sérstaka stuðninginn. Sviðsstjóra er falið að ræða á vettvangi SSH úrbætur í framkvæmd húsnæðisstuðnings.

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Lagt fram.

   Fulltrúar Vinstri græna og Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun.
   Fulltrúar Vinstri græna og Samfylkingar vilja vekja athygli á og ítreka tillögu sinna flokka í bæjarstjórn frá 29.mars síðastliðnum þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær stofni leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni (non profit) skv. Heimild laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Tillagan er lög fram vegna skorts á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði á leigumarkaði í Hafnarfirði í dag og um fyrirsjáanlega framtíð. Lagt er til að leigufélagið verði húsnæðissjálfseignarstofnun sem sæi um byggingu íbúða sem standa almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn viðráðanlegu leigugjaldi

  • 1604587 – Þjónusta við langveik börn

   Umræða um málefni langveikra barna og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Fjölskylduráð lýsir furðu á áhugaleysi ríkisvaldsins í þessum mikilvægu málum.
   Sviðsstjóra er falið að senda kröfu á ríkið vegna kostnaðar
   Fyrri bókun ráðsins frá 12. september 2016 er ítrekuð.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lagt fram.

  Almenn erindi

  • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

   Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks mætti á fundinn til viðræðna.
   Sviðinu er falið að útfæra frekari hugmyndir um atvinnu- og félagsstarf fatlaðra.

  • 1602410 – Fjölmenningarráð

   Fjölskylduráð tilefnir Karólínu Helgu Símonardóttur og
   Algirdas Slapikas sem aðalmenn og Valdimar Víðisson og
   Árni Áskelsson sem varamenn í fjölmenningarráð og vísar þeirri tilnefningu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1701159 – Umsamin starfslok og uppsagnir á fjölskyldusviði

   Erindinu vísað til afgreiðslu bæjarlögmanns.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 3/2017

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt