Fjölskylduráð

24. apríl 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 338

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri
  1. Kynning

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Lagt fram erindi frá velferðarráðuneyti varðandi ábendingar vegna sérstaks húsnæðisstuðnings. Óskað verður eftir fulltrúa frá ráðuneytinu á fund ráðsins til að ræða innihald erindisins, fara yfir forsendur og þróun sérstaks húsnæðisstuðnings.

    • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

      Lagðar fram upplýsingar um félagslega húsnæðiskerfið um stærð íbúða, fjölda leigjenda o.fl.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Fjölskylduráð stefnir að vinnufundi um miðjan maí um fjárhagsáætlun 2018. Ráðið felur sviðsstjóra að kalla eftir ábendingum frá Öldungaráði, Fjölmenningarráði og Ráðgjafarráði fatlaðs fólks um helstu ábendingar varðandi fjárhagsáætlun 2018.

    Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1704204 – Félagsstarf, eldri borgara

      Fyrir fundinum liggur beiðni um aukið stöðugildi í félagsstarfi eldri borgara. Erindinu er vísað til heildarendurskoðunar á þjónustu við eldri borgara og til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.

Ábendingagátt