Fjölskylduráð

11. júlí 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 344

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð samþykkir framkomnar hugmyndir um nýjan vinnustað á meðfylgjandi minnisblaði og leggur áherslu á að lögð verði fram tímasett áætlun um næstu skref við undirbúning verkefninsins sem innifelur greiningu á rýmisþörf, mögulega valkosti á staðstetningu, hugsanlegan fjölda starfsmanna og fjárhagslegan ramma.
      Ennfremur að áfram verði unnið með undirbúning að því að bjóða uppá félagsstarf fyrir fatlaða í samræmi við framlagða tillögu ráðsins.

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Sviðsstjóra falið að gera samning við Janus Guðlaugsson um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri borgara 65 . Skoðaðir verða möguleika greiðsluþáttöku og nýtingu frístundastyrkja.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Fjölskylduráð samþykkir að ganga til samninga við Útlendingastofnun í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 5/2017

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt