Fjölskylduráð

25. ágúst 2017 kl. 13:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 345

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Kynning

    • 0808257 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, þjónustusamningur og markmið

      Anna Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar mætir á fundinn.

      Ráðið þakkar fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að undirbúa samning við starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar um samstarf um þjónustu við ungt fólk á fjárhagsaðstoð.

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð felur deildarstjóra stoðþjónustu að vinna áfram að framgangi verkefnisins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði allt að 160. Unnið verði að útfærslu greiðsluþátttöku en gert er ráð fyrir að frístundastyrkur þátttakenda gangi upp í kostnað.

    • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

      Lagt fram.

    • 1708109 – Fjárhagsáætlun Fjölskylduþjónustu 2018

      Lagt fram.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1707082 – Félagslegar leiguíbúðir

      Fjölskylduráð áréttar mikilvægi þess að Íbúðalánasjóður dragi til baka allar uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði. Þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og staðan á markaðnum aftur metin þá.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 07/2017

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt