Fjölskylduráð

23. febrúar 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 358

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Dagbjört Gunnarsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   Lagðar fram upplýsingar um akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldri borgara. Fram kemur að mikil aukning hefur verið í þjónstunni og fjöldi notenda aukist og þá sérstaklega hjá eldri borgurum.

  • 1403588 – Átak gegn heimilisofbeldi

   Fjölskylduráð þakkar greinargott minnisblað og leggur áherslu á að stuðningur við þolendur heimilisofbeldis til lengri tíma verði aukinn.

  • 1802281 – Sveitarfélög, fjárhagsaðstoð

   Borist hefur tölvupóstur frá Vinnumálastofnun varðandi breytingar á þjónustu við atvinnuleitendur á fjárhagsaðstoð.
   Fjölskylduráð mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu Vinnumálastofnunar við atvinnuleitendur á fjárhagsaðstoð.
   Sviðsstjóra er falið að leita samstarfs við önnur sveitarfélög og Samband íslenska sveitarfélaga um úrlausn.

  • 1802335 – Fjölskylduþjónustan, kynning á starfinu milli funda fjölskylduráðs

   Sviðsstjóri fór yfir helstu mál milli funda.

  Fundargerðir

  • 1602410 – Fjölmenningarráð

   Lagt fram.

Ábendingagátt