Fjölskylduráð

23. mars 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 360

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Dagbjört Gunnarsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, þroskaþjálfi mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi upplýsingar um fjölda NPA samninga og þróun næstu árin.

      Fjölskylduráð áréttar mikilvægi þess að lagarammi varðandi NPA þjónustu taki gildi.

    • 1712102 – Suðurgata 14, notkun, hugmyndir

      Lagðar fram tillögur um starfsemi að Suðurgötu 14. Ráðið ákveður að fara i skoðunarferð um húsið áður en tillögurnar verða afgreiddar.

    • 1701118 – Fatlað fólk, framkvæmdaáætlun

      Hrönn Hilmarsdóttir deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks mætti á fundinn og fór yfir verkefni í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

    • 1801076 – Félagslegt húsnæði

      Þóra Björg A. Garðarsdóttir húsnæðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir meðfylgjandi kynningu á húsnæðismálum.

      Fjölskylduráð samþykkir að frestur við lok leigusamnings verði sex mánuðir. Heimilt er að veita undanþágu frá þessum reglum ef sérstakar málefnanlegar ástæður liggja fyrir. Ákvörðun um undanþágu frá reglunum er tekin á Húsnæðisfundi Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.

    • 1803244 – Lýðháskólinn á Flateyri

      Fjölskylduráð þakkar innsent erindi en sér ekki fært að taka þátt í þessu.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 2/2018

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt