Fjölskylduráð

2. maí 2018 kl. 14:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 363

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Dagbjört Gunnarsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1307153 – Strandgata 75, Drafnarhús

   Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að framlengja leigusamning í Drafnarhúsi um húsnæði það sem hýsir dagdvöl Alzheimersamtakanna.

  • 1712102 – Suðurgata 14, notkun, hugmyndir

   Fjölskylduráð tekur vel í fram komnar hugmyndir og samþykkir að unnið verði áfram á grunni þeirra. Lögð er áhersla á að húsnæði Skattstofunnar verði aðlagað að fyrirhugaðri starfsemi.

  • 1804381 – Barnavernd Hafnarfjarðar, beiðni um aukin stöðugildi

   Fjölskylduráð samþykkir að aukið verði um eitt stöðugildi í barnavernd og felur sviðsstjóra að sjá til þess að gerður verði viðauki vegna breytinga milli liða.

  • 1804447 – Nýsköpunarverðlaun, erindi

   Lagt fram.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 3/2018
   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt