Fjölskylduráð

18. maí 2018 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 364

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Dagbjört Gunnarsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Fjölskylduráð samþykkir að gengið verði til samninga við Vinabæ á grundvelli framlagðra gagna.

    • 1708109 – Fjárhagsáætlun Fjölskylduþjónustu 2018

      Guðmundur Sverrisson mætir á fundinn og fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Guðmundur Sverrisson mætir á fundinn og fer yfir þróun útgjalda vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1805306 – Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar, upplýsingaöryggisstefna

      Fjölskylduráð fagnar framkomnum reglum um upplýsingaöryggisstefnu.

    • 1105260 – Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Reglugerð

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir reglugerð um fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs og umsóknum Hafnarfjarðarbæjar í sjóðinn.

    • 1307153 – Strandgata 75, Drafnarhús

      Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu og Elísabet Valgeirsdóttir formaður Öldungarráðs mættu á fundinn undir þessum lið.

      Tekið er undir ábendingar um þörf fyrir fjölgun dagþjálfunarúrræða. Mikilvægt er að sveitarfélagið beiti sér fyrir fjölgun dagþjálfunarúrræða til þess að bregðast við þessum aðstæðum.

    • 1805307 – Skóhorn til aldraðra

      Jón Viðar Jónsson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn og afhendir 500 skóhorn.

      Fjölskylduráð þakkar gjöf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til eldri borgara sem fá heimaþjónustu hjá sveitarfélaginu.

    Kynning

    • 1804402 – Barnavernd, vistunarkostnaður

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Lagt fram til kynningar.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lagt fram til kynningar.

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu og Elísabet Valgeirsdóttir formaður Öldungarráðs mættu á fundinn undir þessum lið.

      Farið var yfir skýrslu formanns og fundargerð Öldungarráðs.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 4/2018, 5/2018 og 6/2018.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöður afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt