Fjölskylduráð

17. ágúst 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 366

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður
  • Svava Björg Mörk varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.[line][line]Helga Ingólfsdóttir fór af fundi kl: 14:30 og Erla Sigríður Ragnarsdóttir mætti kl: 14:50.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.[line][line]Helga Ingólfsdóttir fór af fundi kl: 14:30 og Erla Sigríður Ragnarsdóttir mætti kl: 14:50.

  1. Almenn erindi

    • 1406350 – Fjölskylduþjónusta, kynning á starfsemi

      Sviðsstjóri fer yfir helstu þætti í starfi Fjölskylduþjónustunnar.

      Fjölskylduráð þakkar kynninguna og felur sviðstjóra að skipuleggja kynnisferð á þjónustueiningar sviðsins.

    • 1806346 – Félagslegar íbúðir, gæludýrahald

      Tekin fyrir að nýju eftirfarandi tillaga um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sem bæjarstjórn vísaði til frekari umfjöllunar í fjölskylduráði á fundi þann 20.júní 2018.
      “Gæludýrahald í félagslegum íbúðum.
      Fulltrúar Samfylkingar leggja til að farið verði að dæmi Kópavogs um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum háð ákveðnum skilyrðum.”
      Fyrir fundinum liggur minnisblað dagsett 4.júlí 2018, húsreglur og umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 13.08. 2018.

      Fjölskylduráð samþykkir að fela sviðinu að uppfæra reglur um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sveitarfélagsins í samræmi við lög um fjöleignarhús.

    • 1801069 – Utangarðsfólk í Reykjavík, húsnæðisvandi, athugun

      Fyrir fundinum liggur álit Umboðsmanns Alþingis dagsett 6.júlí 2018, svar sviðsstjóra Fjölskyldusviðs við bréfi Umboðsmanns dagsett 31.janúar 2018 og samningur Hafnarfjarðabæjar og Reykjavíkurborgar um aðgang Hafnfirðinga að gistiskýlum borgarinnar. Auk þess hafa borist meðfylgjandi erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi utangarðsgarðsfólk.

      „Fjölskylduráð hefur móttekið erindi Umboðsmanns Alþingis vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks. Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til sveitarfélagsins að farið sé yfir stöðu þessara mála í sveitarfélaginu og hvernig staðið sé að lögbundum skyldum að þessu leyti.
      Fram kemur í svari Hafnarfjarðarbæjar til Umboðsmanns dagsettu 31. janúar 2018 að sveitarfélagið hefur leitast við að koma til móts við þennan hóp s.s. með húsnæði, stuðningi, ráðgjöf og auk þess sem samningur var gerður við Reykjavíkurborg sem kveður á um að einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði fá aðgang að neyðarathvörfum borgarinnar. Mikilvægt er að sveitarfélög, ráðuneyti og ríkisstofnanir leggist á árar við úrlausn þessa vanda.
      Fjölskylduráð felur sviðinu að leggja fram upplýsingar á næsta fundi um þann fjölda einstaklinga sem sækir þjónustu til Reykjavíkur í formi aðgengis að búsetuúrræðum fyrir heimilislausa. Ennfremur að leggja fram upplýsingar um þau búsetuúrræði sem Hafnarfjarðarbær hefur til umráða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda og hvernig er staðið að þjónustu við þann hóp. “

      Samfylkingin leggur fram meðfylgjandi fyrirspurnir um húsnæðismál. Sjá fylgiskjal.

    • 1711264 – Vistheimili, Ásgarður, samvinna

      Fyrir fundinum liggja upplýsingar um hugmyndir að uppbyggingu búsetukjarna í samvinnu við Reykjavík, Mosfellsbæ og sjálfseignarfélagið EMBLU.

      Upplýsingar lagðar fram og kynntar og málið verður tekið til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

    • 1806170 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, fasteignasjóður, styrkur, umsókn

      Lagðar fram umsóknir um styrki í Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og upplýsingar um afgreiðslu sjóðsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Fyrir fundinum liggur minnisblað sviðsstjóra fjölskylduþjónustu vegna Lækjar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Auk þess liggja fyrir upplýsingar frá umhverfis- og skipulagsþjónustu um ástand hússins að Hörðuvöllum 1.

      Lagt fram til kynningar og tekið fyrir á næsta fundi.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Fyrir fundinum liggja upplýsingar um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Bent er á nauðsyn þess að ráðinn verði sérstakur verkefnastjóri á vettvangi SSH til að leiða og ljúka úrvinnslu og tillögugerð um mögulegt fyrirkomulag og útfærslur á áframhaldandi samstarfi um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

      Samþykkt tillaga um ráðningu verkefnastjóra á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Fyrir fundinum liggja drög að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins auk gátlista frá Íbúðalánasjóði.

      Lagt fram til kynningar og lögð er áhersla á að lokið verði við húsnæðisstefnu svetafélagsins sem fyrst og hún kynnt í ráðinu.

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Á fundi fjölskylduráðs þann 3. júlí sl. var óskað eftir kynningu í ráðinu á stöðu dagdvalarúrræða fyrir fólk með heilabilun. Fyrir fundinum liggur minnisblað deildarstjóra stoðþjónustu dagsett 15.ágúst 2018.

      Fjölskylduráð vill vekja athygli á þeirri alvarlegu stöðu sem er í þjónustu við fólk með heilabilun. Í sveitarfélaginu eru 22 dagdvalarrými fyrir heilabilaða en alls eru í það minnsta 30 einstaklingar á biðlista eftir þjónustunni og biðtími eftir vistun alltof langur. Skorað er á heilbrigðisyfirvöld að bregðast við og fjölga dagdvalarrýmum fyrir þennan hóp. Fjölskylduráð óskar eftir viðræðum við Heilbrigðisráðuneytið um framtíðartefnumótum í málaflokknum þar sem lögð verði áhersla á að auka þjónustu við þennan hóp með skilgreindum markmiðum um þjónustuframboð og biðtíma eftir þjónustu.

    • 1404159 – Sólvangur, dagdvalarrými

      Fyrir fundinum liggur bréf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu til velferðarráðuneytisins dagsett 18.júlí sl. þar sem óskað er eftir fjölgun dagdvalarrýma á Sólvangi. Einnig er bent á mikla þörf fyrir dagúrræði fyrir heilabilaða.

      Erindið er lagt fram til kynningar og hvetur fjölskylduráð ráðuneytið til að bregðast jákvætt við erindinu og eins skjótt og unnt er.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagt fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2019.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1104068-1 – NPA miðstöðin.

      Lögð fram skýrsla stjórnar NPA miðstöðvarinnar og ársreikningur 2017.

      Lagt fram.

Ábendingagátt