Fjölskylduráð

15. október 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 371

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.[line]

Ritari

 • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.[line]

 1. Kynning

  • 1810001 – Sjónarhóll, kynning

   Sigurrós Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls mætti á fundinn með kynningu og erindi.

   Fjölskylduráð þakkar Sigurrósu Gunnarsdóttur fyrir góða kynningu á starfsemi Sjónarhóls.

  Almenn erindi

  • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

   Janus Guðlaugsson mætir á fundinn og fer yfir áfangaskýrslu vegna verkefnisins heilsuefling eldri borgara.

   Fjölskylduráð þakkar Janusi Guðlaugssyni fyrir kynninguna. Fjölskylduráð fagnar þeim árangri sem hefur náðst í þessu verkefni.

  • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

   Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks mætir á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Hrönn Hilmarsdóttur fyrir kynninguna á drögum að samningi við Vinabæ. Stefna ber að því að afgreiða samninginn til kynningar á næsta fundi ráðsins.

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Sviðstjóra falið að skoða samanburð á leiguverði á félagslega húsnæðiskerfinu við nágrannasveitarfélög og gera tillögu að leiðréttingu.

  • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

   Lagt fram.

  • 1809463 – Öldungaráð

   Afgreiðslu frestað fram á næsta fund.

  • 1810119 – Þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lög

   Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga mætir á fundinn og fer yfir helstu nýmæli í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
   Fulltrúar frá Ráðgjafarráði fatlaðs fólks eru einnig boðaðir á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Tryggva Þórhallssyni fyrir kynninguna.

  • 1810118 – Félagsþjónusta sveitarfélaga, lög

   Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga mætir á fundinn og fer yfir helstu nýmæli í nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
   Fulltrúar frá Ráðgjafarráði fatlaðs fólks eru einnig boðaðir á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Tryggva Þórhallssyni fyrir kynninguna.

  • 1810152 – Bæjarlistinn, fyrirspurnir, fjárhagsáætlun

   Fyrirspurn lögð fram. Sviðsstjóra falið að taka saman upplýsingar.

Ábendingagátt