Fjölskylduráð

7. desember 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 376

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Starfshópur um fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun hefur skilað af sér niðurstöðum.

      Fjölskylduráð tekur undir niðurstöður hópsins og felur sviðstjóra að ítreka umsókn Hafnarfjarðarkaupstaðar um fjölgun dagdvalarrýma fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma.
      Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir þessa vinnu

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Fjölskylduráð fagnar því að húsnæðisstefna liggi nú fyrir. Mikilvægt að stefnan sé lifandi og endurskoðuð reglulega.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Fjölskylduráð fagnar því að drög að samningi liggi nú fyrir. Beðið hefur verið um álit frá lögfræði- og velferðarsviði sambands íslenskra sveitarfélaga.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Frestað á milli funda.

    • 1811142 – Suðurgata 14, fyrirspurn

      Lagt fram.

    • 1812027 – Múrbrjóturinn, viðurkenning Þroskahjálpar

      Fjölskylduráð fagnar þeim árangri sem Geitungarnir hafa náð og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.

    • 1810456 – NPA samningar, jafnaðartaxti

      Fjölskylduráð leggur til að jafnaðartaxti vegna núgildandi NPA samninga verði 4.117,38 kr frá 1. janúar 2019.

    • 1811179 – Fjölskylduþjónustan, fullnýtt útsvar, fyrirspurn

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
      Um leið og þakkað er fyrir framlagt svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar frá 9. nóvember sl. lýsir fulltrúi Samfylkingarinnar yfir stuðningi við tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um fullnýtt útsvar. Verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt vel. Þær 54 milljónir sem bæjarfélagið verður af þar sem ekki er innheimt hámarksútsvar mætti nýta til þess að koma til móts hópa í samfélaginu sem á stuðningi þurfa að halda. Lækkað útsvar gagnast fyrst og fremst hátekjufólki en ekki þeim sem raunverulega þurfa á kjarabótum að halda.

    • 1811178 – Bjarg íbúðafélag, fyrirspurn

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
      Undirritaður þakkar framlagt svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar frá 9. nóvember sl. og fagnar því að fyrri viljayfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar og ASÍ frá 2016 sé enn í gildi og að Hafnarfjarðarbær muni úthluta 25% íbúðanna.

    • 1811302 – Uppbygging á félagslegum íbúðum

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
      Undirritaður þakkar framlagt svar við fyrirspurnum mínum frá 23. nóvember sl. Svörin leiða í ljós að 114 umsóknir eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þar af eru 68 í brýnni þörf. Mikilvægt er að bærinn leiti allra leiða til þess að leysa úr vanda þessa hóps eins fljótt og auðið er , sérstaklega þeirra sem eru í brýnni þörf. Undirritaður skorar því á bæjarstjórn að leita allra leiða til þess að flýta fjölgun félagslegra íbúða svo koma megi sem fyrst til móts við þennan hóp sem í mestum vanda er.

    • 1811177 – Félagslegar leiguíbúðir, kaup, fyrirspurn

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlagt svar við þessari fyrirspurn frá 9. nóvember sl.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja á það áherslu að áfram verði fjölgað íbúðum í félagslega leiguíbúðarkerfinu. Það er ánægjulegt að sjá þessa fjölgun á milli áranna 2016 ? 2018. Árið 2016 voru keyptar fjórar íbúðir, 8 íbúðir árið 2017 en árið 2018 voru keyptar 14 íbúðir.
      Fram til ársins 2022 verða settar 500 milljónir í að fjölga íbúðum í félagslega leiguíbúðarkerfinu.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar vísar til fyrri bókunar sinnar undir 10. lið.

    • 1811191 – Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð ses., styrkumsókn

      Frestað.

    • 1811303 – Endurskilgreining á ráðningarhlutfalli starfsmanna vegna ákvæða um hvíldartíma

      Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði þann 6.12.18 um sama mál.

Ábendingagátt