Fjölskylduráð

18. janúar 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 379

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Í ágúst 2018 lýsti fjölskylduráð Hafnarfjarðar yfir áhyggjum sínum af löngum biðlistum í dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Ákveðið var að stofna starsfhóp sem hafði það eina verkefni að finna húsnæði í Hafnarfirði fyrir dagdvöl. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum í nóvember sl. Ákveðið var að taka á leigu rými í Drafnarhúsinu. Í Drafnarhúsinu er nú þegar rekin dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma og þetta nýja rými yrði því viðbót við þá starfsemi. Í þessu nýja rými yrði pláss fyrir 10 ? 12 einstaklinga. Á höfuðborgarsvæðinu eru 163 á biðlista eftir dagdvöl og 26 af þeim bíða eingöngu eftir Drafnarhúsi. Með þessu nýja rými hefðum við stytt biðlista í Drafnarhúsinu um tæplega helming. Í nóvember var sent bréf á heilbrigðisráðuneytið þar sem látið var vita að Hafnarfjarðarbær væri tilbúin með rými fyrir dagdvöl fyrir 10 ? 12 einstaklinga og óskað var eftir fjármagni sem ríkið á að greiða. Í desember barst svar frá ráðuneytinu þar sem erindinu var hafnað.
      Sveitarfélög eru ekki skuldbundin til þess að útvega húsnæði en í ljósi vandans ákvað Hafnarfjarðarbær að fara í þá vinnu að finna húsnæði svo að hægt væri að koma til móts við þá sem eru á biðlista.
      Fjölskylduráð harmar þessa ákvörðun ráðuneytisins og fer fram á það að hún verði endurskoðuð.

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Fjölskylduráð fagnar þeim árangri sem hefur náðst í þessu verkefni og leggur áherslu á að áfram verði stutt við heilsueflingu eldri borgara.

    • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

      Sviðstjóra falið að kanna möguleika að að framleigja íbúðir til þess að stytta biðlista í félagslega íbúðakerfinu. Áfram verður unnið að því að fjölga íbúðum í kerfinu með kaupum á íbúðum en á fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir 500 miljónum til málaflokksins.

    • 1901216 – Málefni erlendra íbúa

      Sviðsstjóra falið að vinna starfslýsingu fyrir verkefnastjóra í málefnum innflytjenda.

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks

      Frestað.

    • 18129575 – Atvinna með stuðningi

      Lagt fram.

    • 1901204 – Styrkir 2019

      Lagt fram.

    • 1811191 – Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð ses., styrkumsókn

      Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Sjónarhól um 500.000 kr.

Ábendingagátt