Fjölskylduráð

15. mars 2019 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 386

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttr, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttr, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

   Fjölskylduráð lýsir yfir mikilli ánægju með þetta verkefni og fagnar þessu frumkvæði lögreglunnar. Birgir Örn Guðjónsson, sem ráðinn hefur verið til verkefnisins, er boðinn velkomin til starfa.

  • 1804409 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar

   Anna Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar mætir á fundinn.

   Frestað.

  • 1801076 – Félagslegt húsnæði

   Frestað.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lagt fram.

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   Fjölskylduráð samþykkir framlagða tillögu um breytt fyrirkomulag á aksturþjónustu fatlaðra þar sem horfið verður frá samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að Kópavogi undanskildum. Skipaður verður starfshópur með aðkomu notenda til að undirbúa útboð á þjónustunni.
   Tillögunni er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Fjölskylduráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum, einn á móti.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar styður ekki framlagða tillögu. Frá því samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fatlaðs fólks hófst árið 2014 hefur þjónustan aukist og þróast. Þekking á þjónustunni hefur aukist og mikil vinna hefur fram við undirbúning útboðs. Engin trygging er fyrir því að Hafnarfjarðarbæ muni bjóðast betri kjör í útboði á eigin vegum. Ekkert sjálfstætt mat hefur farið fram hjá Hafnarfjarðarbæ á því hvort það muni reynast hagkvæmara fyrir bæinn að fara í sjálfstætt útboð á þessari mikilvægu þjónustu. Mikilvægast er að halda áfram að þróa og efla þjónustuna og tryggja samræmingu og samfellu í henni.

   Fulltrúi Viðreisnar í Fjölskylduráði bókar svohljóðandi. Viðreisn telur mikilvægt að Hafnarfjarðarbær hafi þarfir notenda ferðaþjónustunnar ávallt að leiðarljósi, óháð rekstrarformi þjónustunnar. Við teljum að ákveðin tækifæri felist í því að sinna þessari mikilvægu þjónustu sjálf, með náinni samvinnu við notendur þegar kemur að þróun þjónustunnar til framtíðar. Samtal og samstarf við notendur þjónustunnar er lykilatriði. Fulltrúi Viðreisnar tekur því undir bókun ráðsins.

   Áheyrnarfulltrúi Bæjarlistans styður tillögu meirihlutans að bærinn sjái sjálfur um akstursþjónustu fatlaðra.

  • 1809463 – Öldungaráð

   Fjölskylduráð samþykkir reglur fyrir öldungaráð.

  • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

   Sviðsstjóra falið að vinna áfram að framgangi verkefnisins.

  Fundargerðir

Ábendingagátt