Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.
Tillaga frá fulltrúa Samfylkingarinnar lögð fram: Lagt er til að starfshópnum verði falið að gera kostnaðaráætlun vegna útboðs á vegum Hafnarfjarðarbæjar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að hópurinn leggi sérstakt mat á það með hvaða hætti þjónustan kunni að breytast við það að Hafnarfjörður segi sig frá samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Einnig verði lögð fyrir þjónustukönnun á meðal notenda í Hafnarfirði. Niðurstöður þessarar vinnu skulu liggja fyrir í lok apríl 2019. Verði niðurstöðurnar þær að ekki borgi sig fyrir Hafnarfjarðarbæ að segja sig frá sameiginlegu þjónustunni þá verði leitað leiða til þess að Hafnarfjörður geti tekið þátt í sameiginlegu útboði sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er samræmi við tillögur skýrslu Alta frá 16. apríl 2018.
Einn samþykkur, fjórir á móti. Tillagan felld.
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Breyting á skipan í starfshóp. -Til viðbótar við þrjá fulltrúa fjölskylduráðs, fulltrúa ráðgjafaráðs, sviðsstjóra fjölskylduþjónustu, Innkaupastjóra og fjármálastjóra verði einnig skipaður fulltrúi mennta- og lýðheilsusviðs. Sviðsstjóra falið að fylgja því eftir að fulltrúi þess sviðs verði skipaður sem fyrst. -Í starfshópnum verða tveir fulltrúar frá ráðgjafaráði fatlaðra.
Eftirtaldir aðilar eiga sæti starfshóp um akstursþjónustu fatlaðs fólks í Hafnarfirði: -Helga Ingólfsdóttir, fulltrúi fjölskylduráðs, formaður. -Margrét Vala Marteinsdóttir, fulltrúi fjölskylduráðs. -Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi fjölskylduráðs. -Elísabet Hansdóttir, fulltrúi ráðgjafaráðs. -Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, fulltrúi ráðgjafaráðs. -Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu. -Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri. -Rósa Steingrímsdóttir, fjármálastjóri. -Eftir að skipa fulltrúa mennta- og lýðheilsusviðs.
Fyrsti fundur starfshópsins verður mánudaginn 25. mars klukkan 12:00 og er sviðsstjóra falið að boða þann fund.
Erindisbréfið samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúi Samfylkingar situr hjá.
Bókun frá fulltrúa Samfylkingarinnar: Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að virkt samráð verði haft við ráðgjafaráð í málefnum fatlaðra í þeirri vinnu sem framundan er þá eru það vonbrigði að þessi stóra ákvörðun um að segja sig frá samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fatlaðs fólks hafi ekki verið betur undirbúin. Engin umsögn liggur fyrir frá ráðgjafaráði í málefnum fatlaðs fólks um þessa ákvörðun og engin þjónustukönnun hefur verið framkvæmd hjá notendum þjónustunnar í Hafnarfirði. Einnig er það ámælisvert að Hafnarfjarðarbær hafi ekki gert sjálfstæða kostnaðaráætlun sem sýnir fram á bærinn geti gert betur en í sameiginlegu þjónustunni og bærinn hafi ekki lagt sjálfstætt mat á það hvernig þjónustan muni mögulega breytast ef farið verður úr sameiginlega kerfinu. Í skýrslu og greiningu Alta frá 16. apríl 2018 kemur fram að hvoru tveggja þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin um að segja sig frá samstarfinu. Leggja verður ríkar kröfur á Hafnarfjarðarbæ til þess að að sýna fram að bættan rekstur með þessari ákvörðun þar sem niðurstöður greiningar NOR efh. sem kynntar voru í nóvember 2018 eru að ekkert bendi til þess að sveitarfélög geti leyst þjónustuna með hagstæðari hætti á eigin forsendum en með áframhaldandi samstarfi. Einnig gerir undirritaður alvarlegar athugasemdir við það að drög að erindisbréfi starfshópsins hafi ekki verið fulltrúum í Fjölskylduráði aðgengilegt fyrr en í morgun, nokkrum klst. fyrir fund ráðsins. Í samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar kemur fram að fundarboð skuli berast tveimur sólarhringum fyrir fundi ásamt dagskrá og þeim gögnum sem fulltrúar þurfa til að taka upplýsta afstöðu.