Fjölskylduráð

10. maí 2019 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 390

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir Ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Guðmundur Sverrisson og Bryndís Edda Edvardsdóttir frá fjármálasviði mæta á fundinn og fara yfir stöðu fjárhagsáætlunar fjölskylduþjónustunnar.

      Lagt fram.

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Guðmundi fyrir kynninguna. Óskum eftir kynningu á breytingu á lögum um opinber innkaup.

    • 1904419 – Hafnarfjarðarkaupstaður, félagslegar leiguíbúðir

      Hálfdán Karl Þórðarson, umsjónarmaður fasteigna mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Hálfdáni fyrir kynninguna. Fjölskylduráð samþykkir tillögu um sölu á íbúð í Suðurhvammi og vísar tillögunni til bæjarráðs.

    • 1404159 – Sólvangur, dagdvalarrými

      Fjölskylduráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og vísar honum til bæjarráðs.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Soffíu fyrir kynninguna. Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar hvattir til að taka þátt í Áfram verkefninu.

    • 1903599 – Kvennaathvarf

      Fjölskylduráð felur sviðinu að fara í viðræður við kvannaathvarfið um samstarf vegna úrræðis fyrir konur með fjölþættan vanda sem kynnt var á fundi ráðsins 12. apríl sl.

    Fundargerðir

Ábendingagátt