Fjölskylduráð

30. ágúst 2019 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 395

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   Guðmundur Sverrisson og Bryndís Edda Edvardsdóttir frá fjármálasviði mæta á fundinn.

   Lagt fram. Vísað til umræðu um fjárhagsáætlun 2020.

  • 1609187 – Útlendingastofnun

   Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri stoðdeildar hælisleitenda og flóttamanna mætir á fundinn.

   Frestað til næsta fundar.

  • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

   Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður mætir á fundinn.

   Fjölskylduráð fagnar því hversu vel þetta samstarfsverkefni lögregluembættisins og Hafnarfjarðarbæjar hefur farið af stað.

  • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

   Fjölskylduráð leggur til að núverandi skrifstofurými á jarðhæð Sólvangs fái nýtt hlutverk sem dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og þar verði staðsett ný dagdvöl með 12 rýmum í samræmi við úthlutun ráðherra dags. 17. júli 2019. Dagdvölin verði í sérrými með möguleika á að tengjast annari starfsemi í húsinu.
   Við undirbúning á rekstri verði leitað til Alzheimersamtakanna varðandi faglega þætti en fjárhagsforsendur verði jafnframt rýndar sérstaklega með langtímarekstur í huga.
   Sviðsstjóra er falið að boða fulltrúa Alzheimerssamtakanna til fundar og ræða einnig möguleika á þróunarverkefni sem yrði staðsett í lífsgæðasetrinu á St Jósefsspítala.

  • 1904152 – NPA miðstöðin, erindi

   Þann 1. janúar sl. var jafnaðartaxti vegna NPA hækkaður í 4117,38 kr. Ákvörðun um frekari hækkun er vísað til umræðu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 9/2019, 10/2019, 11/2019, 12/2019, 13/2019.

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt