Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.
Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimaþjónustu mætir á fundinn.
Fjölskylduráð þakkar Sjöfn kærlega fyrir góða kynningu. Lagt fram. Umræður.
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir,Dagbjört Rún Guðmundsdóttir og Helena Unnarsdóttir fulltrúar starfshóps um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar mættu á fundinn.
Lagt fram.
Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Mannviti og Guðmundur Ragnar innkaupastjóri mættu á fundinn kl. 14:30.
Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar ráðsins svo fulltrúar í ráðinu geti gefið sér betri tíma til þess að kynna sér þetta stóra mál. Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafna tillögunni með 3 greiddum atkvæðum. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá.
Fjölskylduráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að útboðsgögnum til bæjarráðs. Starfshópnum er þakkað fyrir vandaða vinnu. Samþykkt af fulltrúum Sjálfsstæðisflokks, Framsókn og óháðra, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlistans. Fulltrúi Samfylkingar á móti.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar að fulltrúar meirihlutans í fjölskylduráði skuli hafna því að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu þá átti vinnu hópsins að vera lokið fyrir 1. júní 2019. Málið er að koma inn á borð með formlegum hætti í fyrsta skipti síðan starfshópurinn var skipaður og ráðið fékk sína fyrstu kynningu á málinu frá starfsmönnum í dag. Það eru því mikil vonbrigði að fulltrúar meirihlutans skuli ekki vera tilbúnir að veita ráðsmönnum tvær vikur í viðbót til þess að kynna sér málið betur. Fullltrúi Samfylkingarinnar greiðir því atkvæði gegn því að vísa málinu til bæjarráðs á þessu stigi.
Fulltrúar Miðflokksins, Bæjarlistans, Sjálfsstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun:
Starfshópur um sérhæfða akstursþjónustu hefur unnið afar ítarlega, mikla og góða vinnu. Fjölskylduráð hefur verið upplýst um stöðu málsins reglulega. Fulltrúar úr starfshópnum og frá Mannviti verkfræðistofu hafa komið á fund fjölskyldurráðs til upplýsingar og til að svara spurningum ráðsmanna. Fulltrúi ofangreindra flokka telja því málið komið á næsta stig sem er yfirlestur lögmanna og vísun til bæjarráðs og styðja því ekki tillögu Samfylkingar um frestun málsins.
Bryndís Edda Edvaldsdóttir mætir á fundinn kl. 15.
Umræður.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Útlendingastofnun um framlengingu á samningi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru nú þegar tímabundið búsettir í Hafnarfirði. Óskað er eftir því að drög að samningi verði svo kynnt fyrir fjölskylduráði þegar þau liggja fyrir.
Frestað.