Fjölskylduráð

20. desember 2019 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 406

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1804409 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar

      Anna Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar og fer yfir starf Starfsendurhæfingarinnar árið 2019, framtíðarsýn og helstu áherslur.

      Fjölskylduráð þakkar Önnu Guðný kærlega fyrir komuna. Umræður.

      Valdimar Víðisson tók sæti í stjórn Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar í september 2019 í stað Helgu Ingólfsdóttur.

    • 1912131 – Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

      Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar í Bæjarhrauni mætir á fundinn og fer yfir starfsemina á Hæfingarstöðinni á árinu 2019, framtíðarsýn og helstu áherslur í starfinu.

      Fjölskylduráð þakkar Höllu Hörpu kærlega fyrir komuna. Umræður.

    • 1912142 – Barnavernd, úttekt

      Umræður.
      Sviðsstjóra falið að skoða hvaða fyrirtæki sérhæfa sig í að gera svona úttekt. Einnig er sviðsstjóra falið að ræða við innkaupastjóra bæjarins til að tryggja að farið sé eftir innkaupareglum þegar kemur að kaupum á svona þjónustu.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar og Bæjarlistans varðandi NPA-samninga lagt fram.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlistans óska bókað:
      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlistans þakka framlögð svör. NPA samningar byggja á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og eru því úrræði sem fatlað fólk á sannarlega rétt á. Við leggjum áherslu á að nýskipaður starfshópur um NPA samninga vinni hratt og skili tillögum að taxtahækkun starfsmanna NPA samninga í samræmi við kjarasamninga eins fljótt og auðið er.

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Lagt fram minnisblað vegna fyrirspurnar Samfylkingarinnar um hækkun húsaleigu í félagslega húsnæðiskerfinu og sérstakan húsnæðisstuðning.

      Lagt fram.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Ljóst er að hækkun á leigu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu og breyting á reglum um sérstakar húsaleigubætur hefur mjög mismunandi áhrif á leigjendur í kerfinu. Hjá stórum hluta mun greiðslubyrði lækka á meðan hún hækkar umtalsvert hjá stórum hópi leigjenda. Hjá rúmlega 32% leigjenda hækkar leigan umfram 2,5% og þar af um 10% eða meira hjá rúmlega 18% leigjenda. Í þessum tilvikum er ljóst að hækkunin mun koma mjög illa við stóran hóp fólks, hóp sem síst er í færum til þess að taka á sig miklar hækkanir. Því er rétt að minna á tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga i tenglsum við gerð lífskjarasamninga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á næsta ári. Samfylkingin lagðist gegn öllum gjaldskrárhækkunum umfram 2,5% við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.desember.
      Kynnt tilboð sem bárust í útboði um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði. Tilboð voru opnuð 13. desember sl. Til afgreiðslu.

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Helga Ingólfsdóttir formaður starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu mæta til fundarins.

      Bæjarráð felur innkaupastjóra að hefja viðræður við lægstbjóðanda.

      Lagt fram.

      Lagt fram.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.desember.
      Lagður fram viðauki nr. VIII.

      Rósa Steingrímsdóttir svisstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Lagt fram.

      Lagt fram.

Ábendingagátt