Fjölskylduráð

17. janúar 2020 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 407

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1505162 – Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag

      Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins mætir á fundinn. Fyrir fundinum liggja drög að þjónustusamningi um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir eru lögblindir.

      Fjölskylduráð þakkar Kristni Halldóri Einarssyni fyrir góða kynningu.

      Drög að þjónustasamningi lögð fram. Sviðstjóra falið að kostnaðargreina hvað samningurinn kemur til með að kosta Hafnarfjarðarbæ.

    • 2001163 – Heilabrot endurhæfingarsetur

      Talsmenn Heilabrota-endurhæfingarseturs mæta til fundarins og kynna nýstofnað góðgerðarfélag sem sér um atferlistengda taugaendurhæfingu fyrir fólk með hegðunarvanda eftir framheilaskaða.

      Fjölskylduráð þakkar talsmönnum Heilabrota-endurhæfingarseturs fyrir góða kynningu.

      Lagt fram. Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina hvað svona samningur kæmi til með að kosta fyrir Hfj. og hvort þetta úrræði geti nýst fyrir einhverja einstaklinga.

    • 2001176 – Samvinna eftir skilnað

      Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og aðjúknt við HÍ og umsjónarmaður verkefnis félags- og barnamálaráðherra um eflingu skilnaðarráðgjafar mætir á fundinn og fer yfir hugmyndir að verkefni vegna innleiðingar og eflingar á nýrri framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstaklega snýr að skilnaðarráðgjöf sbr. 17.gr.laga um félagsþjónustu sveitafélaga. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við ráðherra.

      Fjölskylduráð þakkar Gyðu Hjartardóttur fyrir góða kynningu.

      Fjölskylduráð tekur jákvætt í þetta verkefni. Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um það hvernig þetta verður útfært á sviðinu, hvernig verklag mun breytast og hvaða áhrif þetta hefur á vinnuálag starfsmanna.
      Sviðsstjóra er falið að vinna þetta áfram og ganga til samninga við ráðuneytið. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES). Fjölskylduráð þakkar fyrir að Hafnarfjörður hafi verið valinn til að taka þátt í þessu verkefni. Verkefnið felur í sér aukna þjónustu fyrir fjölskyldur.

      Verkefninu vísað til bæjarstjórnar til kynningar.

    • 1705325 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur, endurnýjun

      Fyrir fundinum liggur erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna tillögu að endurnýjun þjónustusamnings við Fjölsmiðjuna.

      Lagt fram.

    • 1808503 – Fjölmenningarmál

      Fyrir fundinum liggur ársskýrsla verkefnastjóra fjölmenningar varðandi sérstakan sjóð sem styður við þátttöku erlendra barna í íþrótta- og tómstundastarfi.
      Auk þess liggja fyrir drög að samstarfssamningi um valdeflandi fjölmenningarverkefni Zontaklúbbsins Sunnu og Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt fram.

    • 1912142 – Barnavernd, úttekt

      Fjölskylduráð óskar eftir að leitað verði eftir aðilum til að fara í úttekt á starfsemi barnaverndar í Hafnarfirði. Í greinagerð vegna fjárhagsáætlunar 2020 segir m.a. á bls 20:
      Ekki er gert ráð fyrir hækkun dvalarkostnaðar í barnavernd eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Er það fyrst og fremst vegna máls sem flyst frá barnavernd yfir í málaflokk fatlaðs fólks. Vegna umfang málaflokksins og fjölgunar mála hefur verið ákveðið að fara í úttekt á skipulag barnaverndarstarfs í Hafnarfirði. Tilgangur úttektarinnar er að fá faglegt og hlutlaust mat á skipulagi starfsins, úrræðum, starfsumhverfi starfsmanna, verkaskiptingu og skilgreiningu á ábyrgðarsviði. Úttektinni er m.a. ætlað að skerpa á verkferlum og styðja við núverandi starf. Áætlun 2020 gerir ráð fyrir 460 milljónum króna í þjónustu við börn og ungmenni og er þar um að ræða 89% af kostnaði vegna barnaverndarmála á árinu 2019.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 22/2020 og 23/2020

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt