Fjölskylduráð

17. febrúar 2020 kl. 14:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 409

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1608726 – Búseta, þjónusta við fatlað fólk

   Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks og fer yfir stöðu málaflokksins hvað varðar búsetumál, biðlista o.fl.

   Lagt fram. Umræður.

  • 1403131 – Gæðamat, þjónusta við fatlað fólk

   Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks greinir frá gæðaeftirlit og innra eftirliti á starfstöðvum fatlaðs fólks.

  • 1404369 – Vinnustaðir fatlaðs fólks, atvinnutækifæri

   Fyrir fundinum liggur skýrsla um stöðumat samráðshóps Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna umsókna um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu.
   Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks mætir á fundinn.

   Lagt fram. Umræður.

  • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

   Lögð fram drög að nýjum reglum Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks.

   Lagt fram. Umræður. Skipað verður í ráðið á næsta fundi fjölskylduráðs þann 28. febrúar næstkomandi. Sviðsstjóra falið að óska eftir einstaklingum í ráðið frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.

  • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

   Sviðsstjóri greinir frá stöðu mála hvað varðar aðstöðu og rekstur Lækjar.

   Umræður.

  • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

   Farið yfir stöðu mála á Sólvangi hvað varðar rekstur og endurbætur á “gamla” Sólvangi.

   Umræður.

  • 1912176 – Barnavernd, vistheimili

   Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu varðandi það að taka íbúð á leigu.

  • 1804402 – Barnavernd, vistunarkostnaður

   Fjölskyldurráð felur sviðstjóra að auglýsa sem fyrst eftir aðilum til þess að sinna rekstri skammtíma vistheimila í samræmi við 84. gr. barnaverndarlaga og aðgerðaáætlun í barnavernd sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 27.11.2019. Stefna ber að þvi að á hverjum tíma verði að minnsta kosti tvö til úrræði til reiðu fyrir barnavernd og tryggt að börn sem þarf að vista í skammtímavistun verði vistuð í sínu nærumhverfi og í heimilislegu umhverfi.

  • 1705325 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur, endurnýjun

   Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 26/2020 og 27/2020.

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  Fundargerðir

  • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

   Lagt fram.

  • 1602410 – Fjölmenningarráð

   Lagt fram.

Ábendingagátt