Fjölskylduráð

28. febrúar 2020 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 410

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 0701270 – Aldraðir, málefni

      Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu fer yfir helstu þætti í þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. Valgerður Sigurðardóttir, formaður Öldungaráðsins situr fundinn undir þessum lið.

      Fjölskylduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttir kærlega fyrir góða kynningu

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Bryndís Edda Eðvarðsdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði fer yfir helstu lykiltölur sviðsins.

      Lagt fram.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Lagður fram viðauki vegna vistunar í barnavernd og frekari liðveislu.

      Fjölskylduráð óskar eftir nánari upplýsingum og greiningu varðandi beiðni um viðauka frá sviðinu og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagt fram.

    • 1505162 – Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag

      Drög að þjónustusamningi um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir liggur fyrir fundinum. Auk kostnaðarmats á þjónustunni.

      Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.
      Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Fyrir liggur erindisbréf stýrihóps um Barnvænt samfélag og minnisblað sviðsstjóra um verkefnið.

      Sviðsstjóra falið að leita eftir tilnefningum í stýrihópinn

    • 2001163 – Heilabrot endurhæfingarsetur

      Heilabrot ? endurhæfingarsetur óskar eftir formlegu samstarfi við fjölskylduráð Hafnarfjarðar, sem felur í sér að Heilabrot ? enduræfingarsetur sér um Atferlistengda taugaendurhæfingu fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða, sem búsett er í Hafnarfirði og Hafnarfjörður greiðir fyrir endurhæfinguna á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

      Sviðið hefur kannað hvort úrræðið geti nýst einstaklingum sem óskað hafa eftir þjónustu. Komið hefur í ljós að það er enginn í þjónustu hjá fjölskyldu- og barnamálasviði sem gæti nýtt sér úrræðið né á biðlista eftir þjónustu. Ljóst er að hér er um mikilvæga þjónustu að ræða sem mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld skoði vel og meti aðkomu sína að endurhæfingarúrræðinu.

      Erindinu er hafnað.

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Umræður.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar að áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði með endurbótum á gamla Sólvangi séu í uppnámi þar sem Hafnarfjarðarbæ stendur ekki lengur til boða hin svokallaða leiguleið né 85%/15% kostnaðarleiðin skv. svörum frá heilbrigðisráðuneytinu. Einnig gerir fulltrúi Samfylkingarinnar alvarlegar athugasemdir við að fjölskylduráð hafi ekki verið upplýst um þessa stöðu fyrr en á síðasta fundi ráðsins þann 17. febrúar sl. eða tveimur og hálfum mánuði eftir að staðan var ljós. Það er algjört grundvallaratriði í góðri stjórnsýslu að kjörnir fulltrúar séu upplýstir um þau mál sem þeim er falið að fjalla um.

      Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirrandi:

      Fulltrúi Miðflokksins lýsir vonbrigðum með að áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði með endurbótum á gamla Sólvangi kunni að vera í uppnámi þar sem Hafnarfjarðarbæ stendur ekki lengur til boða hin svokallaða leiguleið né 85%/15% kostnaðarleiðin við endurbætur á gamla Sólvangi skv. svörum frá Heilbrigðisráðherra. Þetta getur tafið uppbyggingu á þeim 33 hjúkrunarrýmum sem leyfi var veitt fyrir af hálfu ráðherra í gamla Sólvang.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafna því að fyrirhugaðar endurbætur á eldra húsi Sólvangs séu í uppnámi en viðræður standa yfir við ríkið varðandi kostnaðarskiptingu á verkefninu.

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lagðar fram nýsamþykktar reglur Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks. Fyrir liggur að skipa þarf í nýtt Ráðgjafarráð.

      Máli frestað.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Fyrir liggja upplýsingar um fjölda atvinnulausra í Hafnarfirði.

      Lagt fram.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 5/2020

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt