Fjölskylduráð

19. júní 2020 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 419

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs
  1. Almenn erindi

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagar fram upplýsingar um þróun atvinnuleysis í Hafnarfirði.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Upplýsingar um uppbyggingu eftir COVID-19 lagðar fram.

      Fjölskylduráð fagnar því að það hafi komið fjármagn frá Félagsmálaráðuneytinu til uppbyggingarstarfs í sumar eftir Covid-19. Hægt verður að halda úti þjónustu m.a. fyrir eldri borgara og fatlað fólk. Markmiðið með því að hafa opið er að rjúfa félagslega einangrun, viðhalda færni og auka vellíðan.

    • 1801069 – Utangarðsfólk, húsnæðisvandi,

      Fjölskylduráð felur sviðstjóra í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdarsvið að kanna möguleikann á húsnæði fyrir fólk með fjölþættan vanda, húsnæði til leigu eða kaups. Einnig felur fjölskylduráð sviðstjóra að óska eftir fundi við Kópavog um mögulega samvinnu hvað þetta varðar.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu Lækjar, dagþjónustu fyrir geðfatlaða.

      Umræður.

    • 2006080 – Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

      Sviðsstjóra er falið að senda inn umsögn um frumvarpið.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Athugasemdir frá bæjarfulltrúa Bæjarlistans lagðar fram. Svör við athugasemdum lögð fram.

      Fulltrúi bæjarlista þakkar framlögð svör og ítrekar að endanleg drög verði unnin í samráði við fulltrúa notanda.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:
      Starfshópur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hefur skilað skýrslu starfshóps og drög að reglum Hafnarfjarðarbæjar um NPA til fjölskylduráðs sem samþykkti reglurnar þann 12. júní sl. og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Framlagðar athugasemdir og hugleiðingar fulltrúa Bæjarlistans sem fram komu á bæjarstjórnarfundi þann 10. júní sl. hefur nú verið svarað og efnislega er ekkert nýtt sem fram kemur þar til viðbótar við yfirferð starfshóps um NPA þjónustuformið.

    • 2004101 – Reglur um skammtímadvalarstaði

      Lögð fram drög að reglum um skammtímadvalarstaði fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
      Einnig lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra vegna umsagnar Ráðgjafarráðs.

      Athugasemdir Ráðgjafarráðs lagðar fram. Sviðsstjóra falið að skoða útfærslur á athugasemdunum.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Barnvænt samfélag, næstu skref.

      Sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs falið að ræða við aðra sviðsstjóra um að öll svið taki þátt í því að finna til fjármagn til þess að ráða verkefnastjóra í hlutastarf til að halda utan um þetta verkefni. Verkefnið mun heyra beint undir fjölskyldu- og barnamálasvið. Starfshópur er skipaður fulltrúum allra flokka og starfsmönnum allra sviða.

    • 2006197 – Félagsþjónusta fyrir heyrnarlausa

      Lagt fram erindi frá félagi heyrnarlausra varðandi félagsþjónustu fyrir heyrnarlausa.

      Lagt fram erindi frá félagi heyrnarlausra varðandi félagsþjónustu fyrir heyrnarlausa.

    • 0701243 – Málskot

    Fundargerðir

Ábendingagátt