Fjölskylduráð

25. september 2020 kl. 13:30

í Hafnarborg

Fundur 424

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Linda Hrönn Þórisdóttir varamaður
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Á fundinn eru boðaðir fulltrúar frá Öldungaráði, Ráðgjafarráði fatlaðs fólks og Fjölmenningarráði til viðræðna vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

      Fjölskylduráð þakkar fulltrúum fagráðanna kærlega fyrir þeirra innlegg sem verður haft til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2021. Á fundinn mætti formaður Öldungaráðs, formaður Fjölmenningarráðs og verkefnastjóri fjölmenningar.

      Fjármálasviði er falið að fara yfir upplýsingar sem formaður Öldungaráðs lagði fram á fundinum varðandi tekjur eldri borgara, tekjuviðmið varðandi frístundastyrk o.fl.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Lagðar fram upplýsingar í ljósi Covid-19.

      Lagt fram.

    • 2009405 – Viðbótarframlag 2020, kostnaðarauki vegna Covid 19

      Umsókn um viðbótarframlag vegna kostnaðarauka sem myndast hefur sökum Covid-19 í þjónustu við fatlað fólk.

      Lagt fram. Umræður

    • 2004101 – Reglur um skammtímadvalarstaði

      Lagðar fram reglur um skammtímadvalarstaði til samþykktar.

      Málinu frestað til næsta fundar.

    • 2002513 – Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

      Lagt fram svar við fyrirspurn Bæjarlistans.
      Fulltrúi Bæjarlistans þakkar fyrir framlögð svör. Úr þeim má lesa að talsvert virðist vanta upp á að upphæðin í fjárhagsáætlun nái að nýtast ár hvert. Fram kemur að auglýsingar virðast ekki nægilegar til að fatlað fólk átti sig á möguleikum til að nýta þessa styrki. Einnig er ástæða til að endurskoða þær forsendur fyrir umsóknum um þessa styrki að umsækjandi þurfi að vera með varanlegt örorkumat. Verði það skilyrði afnumið er mögulegt að nýting þessa tækifæris aukist. Framlögð svör við fyrirspurn okkar gefa skýrt til kynna að endurskoðun á umgjörð þessa styrkja sé nauðsynleg með það að markmiði að auka nýtingu þeirra og þar með efla stöðu fatlaðs fólks í bænum. Fulltrúi Bæjarlistans óskar hér með efir því að Fjölskylduráð taki þá umfjöllun á dagskrá við fyrsta tækifræi og jafnframt að bæjaryfirvöld gangi í það strax að efla kynningu á styrkjunum til að ná betur til markhópsins sem um ræðir.

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Í fundargerð starfshóps um húsnæðisstefnu frá 01.11.2018 er lagt til að stofnaður verði vinnuhópur sem hittist eigi sjaldnar en tvisvar á ári með það að markmiði að endurskoða og fara yfir húsnæðisáætlun.
      Lagt til að vinnuhópurinn verðir skipaður eftirfarandi fulltrúum:

      Fulltrúar meirihluta
      – Valdimar Víðisson frá Framsóknarflokki.
      – Ólafur Ingi Tómasson frá Sjálfstæðisflokki.
      – Skarphéðinn Orri Björnsson frá Sjálfstæðisflokki.
      Fulltrúar minnihluta
      – Friðþjófur Helgi Karlsson.
      – Arnhildur Ásdís Kolbeins.

      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu og felur sviðsstjóra að boða til fyrsta fundar vinnuhóps.

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      Lögð fram drög að reglum um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir lágtekjuheimili.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagt fram. Umræður.

    • 1912142 – Barnavernd, úttekt

      Þröstur Sigurðursson, ráðgjafi hjá Arcur mætir á fundinn og fer yfir úttekt á barnaverndarmálum hjá Hafnarfjarðarkaupstað.

      Fjölskylduráð þakkar Þresti fyrir þessa kynningu.

      Lagt fram. Umræður.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 17/2020

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt